Málin útkljáð í þyngdarflokki Gunnars í nótt Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. mars 2017 21:30 Báðir fögnuðu eftir að fyrri bardaga þeirra lauk. Vísir/Getty UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
UFC 209 fer fram í nótt í Las Vegas en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Tyron Woodley og Stephen ‘Wonderboy’ Thompson um veltivigtartitilinn. Bardaginn er endurat en kapparnir börðust fyrst um veltivigtartitilinn í New York í nóvember. Þá endaði bardaginn með jafntefli og ætla þeir nú að endurtaka leikinn. Veltivigtin er einn sterkasti þyngdarflokkurinn í UFC en þar berst Gunnar Nelson. Woodley er ríkjandi meistari og var nálægt því að klára Thompson í 4. lotu er þeir mættust í Madison Square Garden. Woodley tókst að kýla Thompson þrisvar sinnum niður í lotunni og reyndi einnig að klára hann með uppgjafartaki. Thompson sýndi hins vegar ótrúlega hörku með því að standa þetta af sér og náði að koma til baka og vinna fimmtu og síðustu lotuna. Nú er stóra spurningin; hvor lærði meira af síðasta bardaga og hvor kemur betur undirbúinn í þetta sinn? Það má reikna með að bardaginn verði hnífjafn líkt og síðasti bardagi en fyrri bardagann má sjá hér. Hinn 33 ára Wonderboy hefur sjálfur sagt að hann þurfi að sparka meira en hann gerði í síðasta bardaga. Spörkin hans eru hans besta vopn enda eru þau hárnákvæm og hröð. Það getur þó skapað hættu þar sem glímumaðurinn Woodley náði fellu með því að grípa spark Thompson í 1. lotu. Thompson var pikkfastur undir Woodley í heila lotu og verður athyglisvert að sjá hvers konar leikáætlun þeir koma með til leiks í nótt. UFC varð fyrir miklum missi í gær þegar bardagi Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson féll niður. Eftir erfiðan niðurskurð var Khabib sendur á spítala og var bardaginn felldur niður samkvæmt læknisráði. Það breytir því þó ekki að UFC 209 verður hörku bardagakvöld enda veltivigtartitillinn í húfi. UFC 209 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00 Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15 Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Sjá meira
Töframaður fíflaði UFC-stjörnurnar upp úr skónum Það er boðið upp á tvöfaldan skammt af Embedded, upphitunarþætti fyrir UFC 209, á Vísi í dag. 2. mars 2017 16:00
Svitinn lekur af Khabib og GSP stimplar sig inn Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209. 3. mars 2017 13:15
Undradrengurinn leyfði sér eina pítsasneið Það er rosalegt bardagakvöld fram undan á Stöð 2 Sport um næstu helgi og UFC er byrjað að hita upp fyrir stóra kvöldið. 28. febrúar 2017 11:30