Lífið

Bestu tístin frá seinna undankvöldi Söngvakeppninnar

Birgir Olgeirsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Tístarar kepptust við að lýsa skoðunum sínum á keppni og flytjendum.
Tístarar kepptust við að lýsa skoðunum sínum á keppni og flytjendum. RUV
Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Háskólabíói í kvöld og sitja ekki bara margir límdir við sjónvarpsskjáinn, heldur einnig við Twitter þar sem þeir keppast við að lýsa skoðunum sínum á keppninni og flytjendum. 

Linda Hartmanns var fyrst á svið með lagið Ástfangin. Lagið samdi hún en íslenska textann samdi hún ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur, en margir vissu ekki að Linda væri dóttir Erlu. Til dæmis þessi hér:





Linda sat við píanó til að byrja með þegar hún flutti lagið en stóð svo upp frá því um miðbik lagsins. Áfram hélt píanó-undirspilið eins og Guðmundur Guðjónsson veitti eftirtekt. Fyrir þá sem ekki vita er hljóðfæraleikur nánast alltaf „mæmaður“ í Söngvakeppninni og Eurovision, ólíkt söngnum sem má alls ekki „mæma“.

Nokkrir voru ekki sáttir við hljóðblöndunina á flutningi Lindu og veitti Erna Mist, sem sjálf tók þátt í Söngvakeppninni í ár, því eftirtekt.

Næstur á svið var raftónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, sem flutti lagið Hvað með það? og er lagið frumsamið. Lagið og flutningur hans á því vakti mikla athygli og voru sumir á því að blað hefði verið brotið í sögu Eurovision á Íslandi.

Þá þótti öðrum atriðið svo gott að biðlað var til Íslendinga um að forðast frekari hneysu og senda lagið hans Daða út.

Þá voru peysurnar sem Daði og teymið hans voru í mjög umtalaðar og lýstu margir því yfir að þeir væru til í að eignast slíkar peysur.

Þriðja á svið var svo engin önnur en Svala Björgvinsdóttir, með lagið sitt Ég veit það en lagið samdi Svala ásamt Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise. Textann samdi Stefán Hilmarsson. Frammistaða Svölu vakti mikla athygli og voru netverjar sammála um það að hún hefði verið glæsileg.

Þannig lýsti Berglind Festival viðbrögðum sínum við frammistöðu Svölu.

Örn Úlfar Sævarsson, var Berglindi algjörlega sammála og líkti hann laginu og tilfinningunum sem það vakti með honum við sigurlag Eurovision frá árinu 2012, Euphoria, í flutningi Loreen.

Þá bentu sumir á að aðrir keppendur myndu sennilega finna til einhverskonar minnimáttakenndar eftir frammistöðu Svölu.

Einar Bárðarson, sem oft hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, var einnig afar ánægður með Svölu ásamt Buffalo skóna og telur víst að Selfoss muni styðja hana.

Páll Rósikrans og Kristina Bærendsen voru fjórðu á svið með lagið Þú og ég. Um er að ræða kántrílag af gamla skólanum. Kristina er frá Færeyjum en margir voru heillaðir af færeyska hreimnum.

Aðrir voru hrifnir af skyrtunni hans Páls:

Næstsíðust upp á svið var svo Sólveig Ásgeirsdóttir en hún flutti lagið Treystu á mig sem samið var af Iðunni Ásgeirsdóttur en Ragnheiður Bjarnadóttir samdi textann. Almennt var fólk sammála um það að Sólveg hefði staðið sig vel.

Þá var jafnframt bent á að það yrði magnað ef að Sólveg myndi vinna keppnnina og mikið ævintýri.

Síðastur upp á svið var Aron Brink með lagið Þú hefur dáleitt mig sem samið var af Aroni, ásamt Þórunni Ernu Clausen og Michael James Down en textann samdi Þórunn einnig, ásamt William Taylor. Bent var á líkindi lagsins við kvikmyndina Lion King.

Þá voru aðrir sem töldu víst að Aron myndi auka á vinsældir hvítra gallabuxna, sem ekki hafa sést af neinu ráði á opinberum vettvangi í nokkur ár.

Annars er hægt að virða fyrir sér umræðuna í heild hér fyrir neðan:





Fleiri fréttir

Sjá meira


×