Bestu tístin frá seinna undankvöldi Söngvakeppninnar Birgir Olgeirsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 4. mars 2017 20:41 Tístarar kepptust við að lýsa skoðunum sínum á keppni og flytjendum. RUV Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Háskólabíói í kvöld og sitja ekki bara margir límdir við sjónvarpsskjáinn, heldur einnig við Twitter þar sem þeir keppast við að lýsa skoðunum sínum á keppninni og flytjendum. Linda Hartmanns var fyrst á svið með lagið Ástfangin. Lagið samdi hún en íslenska textann samdi hún ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur, en margir vissu ekki að Linda væri dóttir Erlu. Til dæmis þessi hér:Er textinn eftir THE Erlu Bolladóttur?Vegna þess að það er heví kúl. #12stig— Hallvarður Jón (@hallzach) March 4, 2017Linda sat við píanó til að byrja með þegar hún flutti lagið en stóð svo upp frá því um miðbik lagsins. Áfram hélt píanó-undirspilið eins og Guðmundur Guðjónsson veitti eftirtekt. Fyrir þá sem ekki vita er hljóðfæraleikur nánast alltaf „mæmaður“ í Söngvakeppninni og Eurovision, ólíkt söngnum sem má alls ekki „mæma“.magnað. hún hætti að spila á píanóið og stóð upp. Samt hélt píanóið áfram á fullu. töfrar sjónvarpsins maður minn lifandi #12stig— Gudmundur Gudjonsson (@Studmundur) March 4, 2017 Nokkrir voru ekki sáttir við hljóðblöndunina á flutningi Lindu og veitti Erna Mist, sem sjálf tók þátt í Söngvakeppninni í ár, því eftirtekt.Hljóðblöndunin ekki í lagi, það heyrist varla í Lindu #12stig— Erna Mist (@ErnaMist) March 4, 2017 Næstur á svið var raftónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, sem flutti lagið Hvað með það? og er lagið frumsamið. Lagið og flutningur hans á því vakti mikla athygli og voru sumir á því að blað hefði verið brotið í sögu Eurovision á Íslandi.Þetta er í topp 5 bestu atriði í sögu íslenska júróins. Daði, nördar og hipsterar á hnakkasterum. Sturlun, fegurð. #12stig— Heiðar Mar (@suuperMar) March 4, 2017 Þá þótti öðrum atriðið svo gott að biðlað var til Íslendinga um að forðast frekari hneysu og senda lagið hans Daða út.Þessi gaur verður að vinna. Plís Ísland, ekki aðra euróvísuhneysu. Sendum þennan Daða út.#12stig— Haukur Homm & mamma (@haukurhomm) March 4, 2017 Þá voru peysurnar sem Daði og teymið hans voru í mjög umtalaðar og lýstu margir því yfir að þeir væru til í að eignast slíkar peysur.Jiminn þessar peysur, sendum þær! #12stig— Íris Björnsdóttir (@Iris_ofcourse) March 4, 2017 Þriðja á svið var svo engin önnur en Svala Björgvinsdóttir, með lagið sitt Ég veit það en lagið samdi Svala ásamt Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise. Textann samdi Stefán Hilmarsson. Frammistaða Svölu vakti mikla athygli og voru netverjar sammála um það að hún hefði verið glæsileg. Þannig lýsti Berglind Festival viðbrögðum sínum við frammistöðu Svölu.er með gæsahúð í gæsahúðinni. this SWAG QUEEN #12stig— Berglind Festival (@ergblind) March 4, 2017 Örn Úlfar Sævarsson, var Berglindi algjörlega sammála og líkti hann laginu og tilfinningunum sem það vakti með honum við sigurlag Eurovision frá árinu 2012, Euphoria, í flutningi Loreen.@ergblind Fékk sama fiðring og þegar ég heyrði Euphoria í fyrsta skipti. #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) March 4, 2017 Þá bentu sumir á að aðrir keppendur myndu sennilega finna til einhverskonar minnimáttakenndar eftir frammistöðu Svölu.Restin af keppendum kvöldsins eftir Svölu...#12stig #teamsvala pic.twitter.com/FSPRXXcfzB— Sverrisson (@bergur86) March 4, 2017 Einar Bárðarson, sem oft hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, var einnig afar ánægður með Svölu ásamt Buffalo skóna og telur víst að Selfoss muni styðja hana.Svala er að neggla Buffalo skónna inn aftur ! Respect - Selfoss flykkir sér að baki Svölu ! #12stig #svala #ruv— Einar Bardar (@Einarbardar) March 4, 2017 Páll Rósikrans og Kristina Bærendsen voru fjórðu á svið með lagið Þú og ég. Um er að ræða kántrílag af gamla skólanum. Kristina er frá Færeyjum en margir voru heillaðir af færeyska hreimnum.Fátt er fallegra en kántrýlag sungið á íslensku með færeyskum hreim. Blanda sem sigrað gæti Evrópu...? #12stig— Trausti Salvar (@TraustiSalvar) March 4, 2017 Aðrir voru hrifnir af skyrtunni hans Páls:Páll Rósinkrans hefur greinilega horft á óskarinn og er að reyna að púlla Ryan Gosling skyrtuna! #gleymdessu #12stig— Ívar Orri Aronsson (@ivarorri87) March 4, 2017Næstsíðust upp á svið var svo Sólveig Ásgeirsdóttir en hún flutti lagið Treystu á mig sem samið var af Iðunni Ásgeirsdóttur en Ragnheiður Bjarnadóttir samdi textann. Almennt var fólk sammála um það að Sólveg hefði staðið sig vel.Sooooooooooooólveig! Fædd til að vera í sjónvarpi. @solveigasgeirss #12stig— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) March 4, 2017 Þá var jafnframt bent á að það yrði magnað ef að Sólveg myndi vinna keppnnina og mikið ævintýri.þvílikt öskubuskuævintýri sem Sólveig gæti skrifað. Hollywoodmynd #12stig— Heiðar Mar (@suuperMar) March 4, 2017 Síðastur upp á svið var Aron Brink með lagið Þú hefur dáleitt mig sem samið var af Aroni, ásamt Þórunni Ernu Clausen og Michael James Down en textann samdi Þórunn einnig, ásamt William Taylor. Bent var á líkindi lagsins við kvikmyndina Lion King.Mér finnst eins og ég sé að hlusta á lag úr Lion King. Bíð bara eftir að Sasú flögri yfir sviðið. #aronbrink #12stig— Guðrún Axfjörð (@axfjord) March 4, 2017 Þá voru aðrir sem töldu víst að Aron myndi auka á vinsældir hvítra gallabuxna, sem ekki hafa sést af neinu ráði á opinberum vettvangi í nokkur ár.Aron brink bringing back hvítar gallabuxur 2017.Fýlaða#12stig— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) March 4, 2017 Annars er hægt að virða fyrir sér umræðuna í heild hér fyrir neðan: #12stig Tweets Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Háskólabíói í kvöld og sitja ekki bara margir límdir við sjónvarpsskjáinn, heldur einnig við Twitter þar sem þeir keppast við að lýsa skoðunum sínum á keppninni og flytjendum. Linda Hartmanns var fyrst á svið með lagið Ástfangin. Lagið samdi hún en íslenska textann samdi hún ásamt móður sinni Erlu Bolladóttur, en margir vissu ekki að Linda væri dóttir Erlu. Til dæmis þessi hér:Er textinn eftir THE Erlu Bolladóttur?Vegna þess að það er heví kúl. #12stig— Hallvarður Jón (@hallzach) March 4, 2017Linda sat við píanó til að byrja með þegar hún flutti lagið en stóð svo upp frá því um miðbik lagsins. Áfram hélt píanó-undirspilið eins og Guðmundur Guðjónsson veitti eftirtekt. Fyrir þá sem ekki vita er hljóðfæraleikur nánast alltaf „mæmaður“ í Söngvakeppninni og Eurovision, ólíkt söngnum sem má alls ekki „mæma“.magnað. hún hætti að spila á píanóið og stóð upp. Samt hélt píanóið áfram á fullu. töfrar sjónvarpsins maður minn lifandi #12stig— Gudmundur Gudjonsson (@Studmundur) March 4, 2017 Nokkrir voru ekki sáttir við hljóðblöndunina á flutningi Lindu og veitti Erna Mist, sem sjálf tók þátt í Söngvakeppninni í ár, því eftirtekt.Hljóðblöndunin ekki í lagi, það heyrist varla í Lindu #12stig— Erna Mist (@ErnaMist) March 4, 2017 Næstur á svið var raftónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson, sem flutti lagið Hvað með það? og er lagið frumsamið. Lagið og flutningur hans á því vakti mikla athygli og voru sumir á því að blað hefði verið brotið í sögu Eurovision á Íslandi.Þetta er í topp 5 bestu atriði í sögu íslenska júróins. Daði, nördar og hipsterar á hnakkasterum. Sturlun, fegurð. #12stig— Heiðar Mar (@suuperMar) March 4, 2017 Þá þótti öðrum atriðið svo gott að biðlað var til Íslendinga um að forðast frekari hneysu og senda lagið hans Daða út.Þessi gaur verður að vinna. Plís Ísland, ekki aðra euróvísuhneysu. Sendum þennan Daða út.#12stig— Haukur Homm & mamma (@haukurhomm) March 4, 2017 Þá voru peysurnar sem Daði og teymið hans voru í mjög umtalaðar og lýstu margir því yfir að þeir væru til í að eignast slíkar peysur.Jiminn þessar peysur, sendum þær! #12stig— Íris Björnsdóttir (@Iris_ofcourse) March 4, 2017 Þriðja á svið var svo engin önnur en Svala Björgvinsdóttir, með lagið sitt Ég veit það en lagið samdi Svala ásamt Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise. Textann samdi Stefán Hilmarsson. Frammistaða Svölu vakti mikla athygli og voru netverjar sammála um það að hún hefði verið glæsileg. Þannig lýsti Berglind Festival viðbrögðum sínum við frammistöðu Svölu.er með gæsahúð í gæsahúðinni. this SWAG QUEEN #12stig— Berglind Festival (@ergblind) March 4, 2017 Örn Úlfar Sævarsson, var Berglindi algjörlega sammála og líkti hann laginu og tilfinningunum sem það vakti með honum við sigurlag Eurovision frá árinu 2012, Euphoria, í flutningi Loreen.@ergblind Fékk sama fiðring og þegar ég heyrði Euphoria í fyrsta skipti. #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) March 4, 2017 Þá bentu sumir á að aðrir keppendur myndu sennilega finna til einhverskonar minnimáttakenndar eftir frammistöðu Svölu.Restin af keppendum kvöldsins eftir Svölu...#12stig #teamsvala pic.twitter.com/FSPRXXcfzB— Sverrisson (@bergur86) March 4, 2017 Einar Bárðarson, sem oft hefur verið kallaður umboðsmaður Íslands, var einnig afar ánægður með Svölu ásamt Buffalo skóna og telur víst að Selfoss muni styðja hana.Svala er að neggla Buffalo skónna inn aftur ! Respect - Selfoss flykkir sér að baki Svölu ! #12stig #svala #ruv— Einar Bardar (@Einarbardar) March 4, 2017 Páll Rósikrans og Kristina Bærendsen voru fjórðu á svið með lagið Þú og ég. Um er að ræða kántrílag af gamla skólanum. Kristina er frá Færeyjum en margir voru heillaðir af færeyska hreimnum.Fátt er fallegra en kántrýlag sungið á íslensku með færeyskum hreim. Blanda sem sigrað gæti Evrópu...? #12stig— Trausti Salvar (@TraustiSalvar) March 4, 2017 Aðrir voru hrifnir af skyrtunni hans Páls:Páll Rósinkrans hefur greinilega horft á óskarinn og er að reyna að púlla Ryan Gosling skyrtuna! #gleymdessu #12stig— Ívar Orri Aronsson (@ivarorri87) March 4, 2017Næstsíðust upp á svið var svo Sólveig Ásgeirsdóttir en hún flutti lagið Treystu á mig sem samið var af Iðunni Ásgeirsdóttur en Ragnheiður Bjarnadóttir samdi textann. Almennt var fólk sammála um það að Sólveg hefði staðið sig vel.Sooooooooooooólveig! Fædd til að vera í sjónvarpi. @solveigasgeirss #12stig— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) March 4, 2017 Þá var jafnframt bent á að það yrði magnað ef að Sólveg myndi vinna keppnnina og mikið ævintýri.þvílikt öskubuskuævintýri sem Sólveig gæti skrifað. Hollywoodmynd #12stig— Heiðar Mar (@suuperMar) March 4, 2017 Síðastur upp á svið var Aron Brink með lagið Þú hefur dáleitt mig sem samið var af Aroni, ásamt Þórunni Ernu Clausen og Michael James Down en textann samdi Þórunn einnig, ásamt William Taylor. Bent var á líkindi lagsins við kvikmyndina Lion King.Mér finnst eins og ég sé að hlusta á lag úr Lion King. Bíð bara eftir að Sasú flögri yfir sviðið. #aronbrink #12stig— Guðrún Axfjörð (@axfjord) March 4, 2017 Þá voru aðrir sem töldu víst að Aron myndi auka á vinsældir hvítra gallabuxna, sem ekki hafa sést af neinu ráði á opinberum vettvangi í nokkur ár.Aron brink bringing back hvítar gallabuxur 2017.Fýlaða#12stig— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) March 4, 2017 Annars er hægt að virða fyrir sér umræðuna í heild hér fyrir neðan: #12stig Tweets
Eurovision Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira