Stuðningsmönnum og andstæðingum Trump laust saman: Börðu á hvor öðrum með prikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2017 23:30 Lögreglan skakkar leikinn á milli mótmælenda og stuðningsmanna. Vísir/AFP Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi. Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Stuðningsmenn Donald Trump fjölmenntu um götur borga víðsvegar um Bandaríkin til þess að styðja forsetann með friðsömum hætti en í Berkeley í Kaliforníu gekk það ekki áfallalaust fyrir sig, þar sem stuðningsmönnum laust saman við mótmælendur og andstæðinga forsetans. Reuters greinir frá.Atvikið átti sér stað í almenningsgarði í borginni en hóparnir notuðu prik til þess að berja á hvor öðrum og þá spreyjuðu stuðningsmenn forsetans hinn hópinn með piparspreyi. Berkeley hefur alla tíð þekkt fyrir að vera afar frjálslynd borg og styður meirihluti íbúa Demókrata. Stuðningsgöngur fyrir forsetann fóru fram í 28 fylkjum Bandaríkjanna á laugardaginn og höfðu skipuleggjendur gefið það út fyrirfram að þeir byggjust ekki við samsvarandi mannfjölda og mætti til að mótmæla forsetanum á fyrstu dögum hans í embætti. Í mörgum borgum og bæjum mættu ekki fleiri heldur en nokkur hundruð manns til stuðnings forsetanum og víðast hvar voru mótmælendur og andstæðingar fleiri heldur en stuðningsmenn. „Það eru mikið af reiðum hópum að mótmæla og okkur fannst mikilvægt að sýna stuðning okkar í verki,“ sagðí Peter Boykin, formaður stuðningssamtaka samkynhneigðra fyrir forsetann en hann aðstoðaði við að skipuleggja slíka göngu í Washington borg. Í Berkeley er talið að alls hafi stuðningsmenn og mótmælendur verið um 200 til 300 talsins og samkvæmt upplýsingu frá lögreglu slösuðust þrír í atvikinu og þá voru fimm manns handteknir, eftir að lögreglan batt enda á slagsmál hópanna tveggja. Flestar göngurnar gengu þó vandkvæðalaust fyrir sig og ekki kom til átaka á milli hópa en stuðningsmenn forsetans sögðu flestir að þeir væru að styðja forseta sem framkvæmdi það sem hann hefði lofað, meðal annars að gera landamæri ríkisins tryggari. Andstæðingum forsetans var þó tíðrætt um að vera hans á forsetastóli væri á skjön við bandarísk gildi.
Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira