Á vegum úti Magnús Guðmundsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun