Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. mars 2017 11:59 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson. Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson.
Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira