Útilokar ekki endurskoðun á Landsdómi á kjörtímabilinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 6. mars 2017 11:59 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm „Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson. Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Nú svara ég því bara úr því að þið spyrjið: Burt með Landsdóm! Hann á ekkert erindi í stjórnarskrá,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í viðtali sem birt er í tímariti Lögréttu en Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Í viðtalinu segir Guðni að hann hafi tjáð þessa skoðun sína áður en hann tók við embætt forseta Íslands. Hann hefur lengi verið þeirrar skoðunar að það hafi verið feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði í stjórnarskrá um Landsdóm. Það gerði hann til að mynda í samtali við Vísi árið 2010, áður en ákvörðun var tekin um að nýta ákvæðið og draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Guðni segir að Landsdómsmálið hafi sundrað þjóðinni á þeim tíma sem samstöðu var þörf. Brynjar Níelsson, formaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, er sammála forseta Íslands. „Miðað við hvernig sérfræðingar í stjórnlagafræðum víða um heim hafa talað og gagnrýnt þetta þá tel ég ljóst að það er full ástæða til að allar þessar reglur um Landsdóm og hvernig skuli farið með það ef ráðherra telst brotlegur við lög.“ Hann útilokar ekki að hægt verði að byrja endurskoðun á ákvæðum um Landsdóm á kjörtímabilinu. „Mál Geirs Haarde hefur nú verið fyrir Evrópudómstólnum og manni hefur sýnst af því sem þaðan hefur komið, þó svo það sé ekki endanleg niðurstaða, að þá sé nú ekki mikil hrifning með málsmeðferðina hér. Hvort sem það er Landsdómur eða einhver annar dómstóll og hvort sem þetta sé á höndum ákæruvalds hverju sinni, með samþykki þingsins eða hvernig sem það er, þá held ég að það sé bara rétt að fara yfir þetta. Ég held að allir séu í raun og veru sammála því að það tókst mjög illa til síðast. Við verðum bara að læra eitthvað af reynslunni og svo getum við deilt um það hvaða leið er skynsamlegust, hvernig eigum við að breyta þessu en ég tel í það minnsta ástæðu til að fara yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað gæti hentað best,“ segir Brynjar Níelsson.
Alþingi Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira