Trump kynnir nýja ferðabannstilskipun í dag Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2017 12:52 Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun í dag skrifa undir nýja forsetatilskipun sem er ætlað að koma í stað ferðabannstilskipunarinnar sem bandarískir dómstólar felldu úr gildi í síðasta mánuði. Fyrri tilskipun bannaði ríkisborgurum frá Írak, Sýrlandi, Súdan, Íran, Sómalíu, Líbíu og Jemen að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því morgun að stærsta breytingin með nýju tilskipuninni sé að hún nái ekki til írakskra ríkisborgara og fari vægari höndum um ríkisborgara þeirra ríkja sem tilskipunin nær til og hafa þegar fengið samþykkta vegabréfsáritun og öðlast atvinnuréttindi í landinu. Aðalráðgjafi Trump, Steve Bannon, Jared Kushner, tengdasonur Trump, og starfsmenn í bandaríska dómsmálaráðuneytinu hafa unnið saman að því síðustu daga að fínpússa tilskipunina. Fyrri tilskipun kom í veg fyrir að flóttamenn gætu sótt um hæli í Bandaríkjunum næstu 120 daga. Þá yrðu öllum sýrlenskum flóttamönnum meinuð innganga ótímabundið. Tilskipunin olli mikilli ringulreið á flugvöllum víða um heim og var henni harðlega mótmælt. Alríkisdómari dæmdi síðar að tilskipunin stríddi gegn stjórnarskrá landsins. Trump sagðist þá ætla að fara með málið alla leið til hæstaréttar landsins, en hætti að lokum við og sagðist ætla að skrifa undir breytta tilskipun.Uppfært 14:50: Kellyanne Conway, ráðgjafi Trump, segir í samtali við Fox News að Trump muni skrifa undir tilskipunina síðar í dag. Bannið muni taka gildi 16. mars næstkomandi.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53