Fylgdu ekki hefðinni og felldu síðustu tillögu Hildar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. vísir/stefán Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira
Síðasta tillaga Hildar Sverrisdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í borgarstjórn Reykjavíkur var felld í gær. Á fundinum baðst Hildur lausnar en hún hefur tekið sæti á Alþingi. Tillagan sneri að því að borgarstjórn myndi beina þeim tilmælum til Alþingis að það yrði haft í huga við meðferð svokallaðs áfengisfrumvarps að aukið aðgengi að áfengisverslun styddi við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbærari hverfi. Í samtali við Fréttablaðið fyrir fundinn sagði Hildur að eitt af markmiðum aðalskipulags væri að gera hverfi sjálfbærari. Mikilvægur þáttur í því markmiði sé að efla hverfisverslun. „Nú er það svo að áfengi er algeng neysluvara, hvað svo sem fólki kann að finnast um það. Þar sem meirihluti borgarbúa getur ekki nálgast þá neysluvöru innan síns hverfis, eða í göngufæri, vinnur sá punktur gegn þessu markmiði aðalskipulags,“ sagði Hildur. Hefð hefur verið fyrir því að síðustu tillögur borgarfulltrúa séu samþykktar. „Það var hefðin, en eins og frægt varð í síðustu tillögu hinnar ágætu Bjarkar Vilhelmsdóttur um viðskiptabann á Ísrael rann kannski upp fyrir fólki að þetta væri fullafgerandi heimild,“ sagði Hildur. Hún sagðist ekki vera að stilla neinum upp við vegg með þetta mál en sér fyndist það eitthvað sem borgarfulltrúar ættu að geta samþykkt ef þeir ætluðu að standa með aðalskipulaginu. Á fundinum mætti tillagan nokkurri andstöðu. Sagði Hildur í ræðu sinni að önnur sjónarmið en skipulagssjónarmið væru ríkjandi í huga andmælenda. „Það veldur mér vissum vonbrigðum,“ sagði Hildur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Sjá meira