Nokia og efnahagsvandræði Finnlands Lars Christensen skrifar 8. mars 2017 07:00 Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun
Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra. Á síðustu tíu árum hefur hins vegar orðið breyting. Nokia hefur ekki lengur tæknilega yfirburði eins og áður. Það er í raun ekkert óvenjulegt við sögu Nokia að því leyti að fyrirtæki koma og fara. En það sem er óvenjulegt er hve mikilvægt Nokia varð á 10. áratugnum fyrir finnskt efnahagslíf. Ég man þegar Nokia var, fyrir 10-15 árum, næstum 90% af markaðsverðmæti finnska hlutabréfamarkaðarins. Finnska hagkerfið var Nokia. En á síðustu tíu árum hafa orðið breytingar hjá Nokia. Fyrirtækið hefur tapað í tæknilega kapphlaupinu á milli símafyrirtækja heimsins. Í hagfræðinni er talað um neikvæðan skell í heildarframleiðni (e. total factor productivity).Undir í samkeppninni Ég lít á heildarframleiðni sem mælingu á því hve vel við tengjum saman framleiðsluþættina sem við höfum – vinnuafl, fjármagn og hráefni. Augljóslega framleiðir Nokia tæknilega þróaðri farsíma í dag en fyrir 15 árum en alþjóðlegir keppinautar hafa bara þróast enn hraðar. Ég legg áherslu á að hér er ég að alhæfa mjög mikið – ég er hvorki sérfræðingur í símaiðnaðinum né í Nokia og tilgangurinn er ekki að tala um Nokia sem fyrirtæki heldur um þjóðhagfræðileg áhrif neikvæða heildarframleiðni-skellsins sem Nokia varð fyrir. Þannig varð sá skellur fyrir Nokia neikvæður heildarframleiðni-skellur fyrir allt finnska hagkerfið. Við getum litið á þann skell finnska hagkerfisins sem neikvæðan og varanlegan framboðsskell fyrir finnskt efnahagslíf, sem dregur úr langtímavexti í hagkerfinu. Ef Finnland hefði haft sinn eigin gjaldmiðil hefði þetta örugglega þýtt að finnska markið, eins og það var kallað, hefði veikst. En Finnland er núna á evrusvæðinu svo að „markið“ getur ekki rýrnað. Þess í stað hefur finnska hagkerfið þurft að aðlagast minni hagvaxtaraukningu með því að aðlaga laun niður á við.Hagkerfið enn í basli Hins vegar er finnski vinnumarkaðurinn mjög stífur og stjórnast af almennum kjarasamningum sem hafa gert launaaðlögun mun erfiðari en annars staðar á Norðurlöndunum. Afleiðingin er sú að Finnland hefur farið verr út úr efnahagskreppunni en til dæmis Ísland eða Svíþjóð. Eða að minnsta kosti hefur kreppan varað lengur þar. Svo á meðan sænska og íslenska hagkerfið hefur verið á batavegi í nokkurn tíma á finnska hagkerfið enn í basli. En það gæti verið ljós við enda ganganna þar sem Nokia er nú að hefja á ný framleiðslu á hinum fræga Nokia 3310 farsíma. Því miður verður þetta hræódýr sími og það er vafasamt að þetta muni á nokkurn hátt bjarga finnska hagkerfinu, en Nokia-aðdáendur eins og ég geta allavega fagnað því að fá aftur tækifæri til að kaupa 3310. Nokia var áður fyrr Apple dagsins. Nú eiga allir iPhone-síma en á 10. áratugnum og í upphafi þessarar aldar áttu allir Nokia-farsíma. Ég sakna stundum enn gamla áreiðanlega Nokia-símans míns – ég hef átt þá nokkra.Greinin birtist fyrir í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun