Sigmundur Davíð vill að Evrópuráðið biðji Framsóknarflokkinn afsökunar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2017 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er ókátur vegna skýrslu Evrópuráðsins. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til að starfandi framkvæmdastjórn flokks síns fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu vegna skýrslu nefndar ráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland. Í skýrslunni er því meðal annars haldið fram að í sveitarstjórnarkosningum ársins 2014 hafi Framsóknarflokkurinn gert andstöðu við mosku og múslima að sínum helstu baráttumálum. Kosningabaráttan hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Í pistli sínum á Facebook skrifaði Sigmundur að vel hafi verið tekið í tillöguna. „Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu,“ skrifar hann jafnframt. Þá skrifar Sigmundur að svo virðist sem heimildir skýrsluhöfunda virðist eingöngu byggjast á slúðri og skrifum hatursmanna flokksins í dreifibréfi. „Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif,“ skrifar Sigmundur. Þá skrifar Sigmundur að ef rétt reynist að einhverjir í íslenska stjórnkerfinu eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna sé það alvarlegt mál sem sé ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið. Nefndin sjálf skrifar Sigmundur að sé samsett af einum fulltrúa hvers aðildarríkis Evrópuráðsins. „Allt virðist það vera fólk með sömu pólitíska sýn á málaflokkinn.“ Skýrslur hennar virðist svo unnar að nokkrir nefndarmanna fari til eins lands í einu, „spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt til að starfandi framkvæmdastjórn flokks síns fari fram á leiðréttingu og afsökunarbeiðni frá Evrópuráðinu vegna skýrslu nefndar ráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) um Ísland. Í skýrslunni er því meðal annars haldið fram að í sveitarstjórnarkosningum ársins 2014 hafi Framsóknarflokkurinn gert andstöðu við mosku og múslima að sínum helstu baráttumálum. Kosningabaráttan hafi einkennst af æstri orðræðu gegn múslimum. Í pistli sínum á Facebook skrifaði Sigmundur að vel hafi verið tekið í tillöguna. „Það hlýtur að vera óásættanlegt fyrir Framsóknarflokkinn að þúsundir saklausra flokksmanna séu sakaðir um „hatursorðræðu“ í alþjóðlegri skýrslu,“ skrifar hann jafnframt. Þá skrifar Sigmundur að svo virðist sem heimildir skýrsluhöfunda virðist eingöngu byggjast á slúðri og skrifum hatursmanna flokksins í dreifibréfi. „Greinargerðin er furðulegt fyrirbæri. Einstaklega illa unnin og illa skrifuð. Ólíklegt er að nemandi í framhaldsskóla kæmist upp með sambærileg vinnubrögð við ritgerðarskrif,“ skrifar Sigmundur. Þá skrifar Sigmundur að ef rétt reynist að einhverjir í íslenska stjórnkerfinu eða borgarstjórn hafi lagt blessun sína yfir skýrsluna sé það alvarlegt mál sem sé ekki með nokkru móti hægt að láta óátalið. Nefndin sjálf skrifar Sigmundur að sé samsett af einum fulltrúa hvers aðildarríkis Evrópuráðsins. „Allt virðist það vera fólk með sömu pólitíska sýn á málaflokkinn.“ Skýrslur hennar virðist svo unnar að nokkrir nefndarmanna fari til eins lands í einu, „spjalli við heimamenn sem hafa sömu sýn á hlutina og nefndarmennirnir sjálfir og skrifi svo skýrslu upp úr hvaða sneplum sem eða slúðri sem dugar til að réttlæta fordóma nefndarmanna“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira