FBI býr sig undir að finna uppljóstrara Wikileaks Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 11:30 Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa. WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) býr sig nú undir að finna uppljóstrara uppljóstrunarsamtakanna Wikileaks. Samtökin birtu í gær mikið magn skjala sem fjalla um stafræna njósnagetu Bandaríkjanna og leyniþjónustna landsins. Lekinn hefur verið nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed. Upplýsingalekar af þessu tagi hafa leikið embættismenn í Bandaríkjunum grátt á undanförnum árum. Eftir að Chelsea Manning og Edward Snowden láku leynilegum upplýsingum hefur verið reynt að fylla upp í göt og herða eftirlit innan leyniþjónustusamfélagsins. Ný göt virðast þó myndast. Wikileaks heldur því fram að gögnin komi frá fyrrverandi verktaka eða starfsmanni innan leyniþjónustugeirans. Hér má sjá útskýringarmyndband Washington Post um gagnalekann og möguleg áhrif hans.Fyrsta stig rannsóknar FBI er, samkvæmt Washington Post, að ganga úr skugga um að skjölin séu raunveruleg. CIA hefur sagt að þeir muni ekki tjá sig um hvort svo sé. Sérfræðingar segja þó að skjölin virðist vera raunveruleg. Þá þarf að taka saman hverjir hafa haft aðgang að skjölunum. Ólíklegt þykir að Wikileaks hafi komist yfir skjölin með tölvuárásum. „Hver sá sem heldur að vandamálin í kringum Manning og Snowden hafi verið einsdæmi hefur einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Joel Brenner við Washington Post. Hann er fyrrverandi yfirmaður gagnnjósna á skrifstofu yfirmanns njósnamála Bandaríkjanna. „Ben Franklin sagði að þrír einstaklingar gætu þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dánir. Ef leyndarmálum er deilt á kerfum sem þúsundir manna hafa aðgang að, eru þau í raun ekki leyndarmál lengur. Þetta vandamál mun ekki hverfa.“ Tæknifyrirtæki, eins og Microsoft, Apple og Google, eru einnig að reyna að komast að því hvort að tæki sín og hugbúnaður hafi verið notuð til njósna. Ljóst þykir að lekinn mun vera sem olía á þann eld sem deilur leyniþjónustna og tæknifyrirtækja er. Löggæsluembætti í Bandaríkjunum hafa sagt að aukin áhersla á dulkóðun meðal tæknifyrirtækja hafi gert rannsóknarmönnum erfiðara að rannsaka glæpi og hryðjuverk.Samkvæmt New York Times, brást tæknigeiri Bandaríkjanna reiður við uppljóstrunum Edward Snowden fyrir um fjórum árum. Ríkisstjórn Obama varði miklum tíma í að reyna að byggja brýr á milli leyniþjónustusamfélagsins og tæknifyrirtækja en nýjasta uppljóstrun Wikileaks mun reyna verulega á burðarþol þeirra brúa.
WikiLeaks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira