Tala látinna komin í 30 í sjúkrahúsinu í Kabul Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 13:08 Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Vísir/AFP Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan. Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Minnst 30 eru látnir og 50 særðir eftir árás vígamanna Íslamska ríkisins á stærsta hersjúkrahúsið í Kabul í Afganistan í morgun. Vígamennirnir, sem voru klæddir eins og starfsmenn sjúkrahússins, brutu sér leið inn í sjúkrahúsið eftir að einn þeirra sprengdi sprengjubelti sitt við inngang þess. Vitni segja vígamennina hafa skotið á alla sem urðu á vegi þeirra. Þeir héldu sjúkrahúsinu í um sex klukkustundir, en hópur sérsveitarmanna var fluttur með þyrlu á þak þess og felldu þeir árásarmennina fjóra. Þá höfðu miklir bardagar staðið yfir í og við sjúkrahúsið.Hér fyrir neðan má sjá myndband af sérsveitarmönnunum lenda á þakinu. Þar má einnig sjá hvernig fólk falldi sig á syllum fyrir utan glugga á sjúkrahúsinu.Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina og segir hana brjóta gegn mannlegum gildum. „Í öllum trúarbrögðum eru sjúkrahús talin vera griðarstaðir og að ráðast á slíkt er að ráðast á allt Afganistan.“ Fréttaveita ISIS hefur birt myndir og myndskeið sem vígamennirnir tóku inn í sjúkrahúsinu og þar fyrir utan. Talibanar í Afganistan segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt. Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, er í Kabul á vegum Atlantshafsbandalagsins. Hún hafði nýverið heimsótt sjúkrahúsið og rætt við unga kvenlækna sem vinna þar. Hún segist ekkert vita enn um afdrif læknanna sem hún ræddi við.Una Sighvatsdóttir.VísirÍ færslu á Facebook segir Una viðtal við dr. Sonia Baha hafi birst í dag í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna. „Í dag var gerð árás á hersjúkrahúsið í Kabúl, sem ég heimsótti í síðustu viku til að hitta unga kvenlækna. Viðtalið mitt við dr. Sonia Baha birtist í morgun í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna og má sjá hér að neðan. Stuttu síðar réðst hópur manna með alvæpni og sprengjuvesti inn á sjúkrahúsið, klæddir í læknasloppa. ISIS lýsir yfir ábyrgð. Nýjustu fregnir herma að 30 séu látnir og 50 særðir. Ég veit ekki ennþá um afdrif Soniu eða hinna læknanna sem ég hitti. Vona það besta á meðan fregnir skýrast og hvet ykkur til að horfa á viðtalið við þessa hugrökku ungu konu,“ segir Una. Með færslunni birti hún viðtalið við dr. Sonia Baha sem sjá má hér að neðan.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira