Fjölmiðlar birta myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 07:41 Frá vettvangi morðsins á flugvellinum í Kuala Lumpur. vísir/epa Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Japönsk sjónvarpsstöð hefur birt myndband sem talið er að sýni morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu á mánudaginn í síðustu viku en talið er að þær hafi spreyjað eiturefnum í andlitið á honum. Jong-nam, sem bjó lengst af erlendis, lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítala en grunur leikur á að morðið sé runnið undan rifjum yfirvalda í Norður-Kóreu. Fjórir eru í haldi vegna morðsins, indónesísk kona, malasískur karlmaður, víetnömsk kona og norður-kóreskur karlmaður. Greint var frá því fyrir helgi að indónesíska konan hélt að hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, sýnir tvö sjónarhorn á árásinni sem leiddi til dauða Jong-nam. Það er úr eftirlitsmyndavélum á flugvellinum og á því sést hvar kona ræðst aftan að manni sem talið er að sé Jong-nam. Konan virðist setja hendurnar yfir andlitið á honum og labba síðan í burtu auk þess sem önnur kona sést fara af vettvangi. Þá sést líka hvar Jong-nam, klæddur í bláa skyrtu og gráan jakka, skjögrar um flugvöllinn þar sem hann reynir að þurrka sér í framan og biðja um aðstoð frá starfsfólki flugvallarins. Hér að neðan má sjá myndbandið eins og það er birt á vef breska dagblaðsins The Guardian en rétt er að vara viðkvæma við því.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22
Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. 18. febrúar 2017 09:48