Upplifði helvíti í Napoli: Bendlaður við mafíu og barnaníð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2017 09:02 Quagliarella fagnar nýverið marki í leik með Sampdoria. Vísir/Getty Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Quagliarella segir að hann hafi þurft að upplifa hreint helvíti þegar hann var á mála hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni á sínum tíma vegna máls sem plagaði hann og fjölskyldu hans utan vallar. Quagliarella var hjá Napoli í aðeins eitt tímabil, frá 2009 til 2010. Það kom mörgum á óvart þegar hann fór enda þótti hann standa sig vel með liðinu og skoraði alls ellefu mörk í 34 leikjum. En nú hefur hann skýrt frá raunverulegum ástæðum þess að hann fór frá félaginu. Líf Quagliarella og fjölskyldu hans í Napoli var mjög erfitt utan vallar vegna eltihrellis sem tókst að gera líf þeirra að lifandi helvíti. Umræddur maður sendi félaginu nafnlaus bréf þar sem Quagliarella var bendlaður við mafíuna. Þá var hann sakaður um kókaínneyslu og barnaníð, meðal annars.Fagnar marki í leik með Napoli árið 2010.Vísir/GettySeldur vegna nafnlausra bréfa „Aurelio De Laurentiis [forseti Napoli] seldi mig því hann fékk nafnlaus bréf þar sem ég var sakaður um að hafa notað kókaín og umgengist meðlimi Camorra-mafíunnar,“ sagði Quagliarella þegar hann lýsti upplifun sinni í samtali við ítalska fjölmiðla í síðasta mánuði. „Ég neyddist til að yfirgefa minn heimabæ. Ég var ranglega sakaður um að vera „Camorrist“ og barnaníðingur sem tækji þátt í kynsvalli,“ sagði hann en Quagliarella ólst upp í nágrenni Napoli. Quagliarella ræddi málið enn frekar í samtali við Sky Sport Italia í gær og greinilegt var að hann átti erfitt með sig þegar hann rifjaði þetta upp. Ástæðan fyrir því að hann gerir það nú er að umræddur eltihrellir var fangelsaður nýverið.Í leik með Napoli.Vísir/GettyÞakkar dómstólum fyrir „Í þessari viku lauk máli sem gerði líf mitt utan vallar að martröð,“ sagði Quagliarella í viðtalinu. „Mér er afar létt og þetta er raunverulega ástæða þess að ég þurfti að fara frá Napoli á sínum tíma. Ég var mjög ánægður þar en dvölin mín breyttist í algera martröð.“ „Ég óska engum að upplifa svona lagað. Ég gat ekki farið af heimili mínu og ekki fjölskyldan mín hendur. Ég þakka dómstólum fyrir að hið sanna er nú komi í ljós.“ „Það sem gerði þetta enn erfiðara er að ég gat aldrei tjáð mig um þetta á meðan rannsóknin stóð yfir. Það var mjög erfitt að fá ekki að tjá sig um þetta.“ Quagliarella er 34 ára og á að baki 25 leiki með ítalska landsliðinu. Hann hefur skorað í þeim sjö mörk. Hann gekk í raðir Sampdoria í fyrra og hefur síðan þá skorað sjö mörk í 29 leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira