Erlent

Enn ein sprengjuárásin í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi árásarinnar í dag.
Frá vettvangi árásarinnar í dag. Vísir/AFP
Minnst átta eru látnir og tuttugu særðir eftir enn eina sprengjuárásina í Pakistan. Nú í morgun var gerð árás í Lahore í austurhluta landsins. Lögreglan segir að sprengju hafi verið komið fyrir í ríku hverfi borgarinnar. Minnst 130 hafa fallið í á árásum í landinu á undanförnum vikum og hundruð hafa særst.

Mismunandi samtök og hópar hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á nýjustu árásinni.

Hverfinu þar sem sprengingin varð var lokað af lögreglu á meðan sökudólgsins var leitað. Samkvæmt frétt Reuters telur lögreglan að sprengjan hafi verið tímastillt eða fjarstýrð.

Í síðustu árásinni í Lahore, sem gerð var þann 13. febrúar, dóu minnst fimmtán manns. Stærsta árás síðustu vikna var í Sindh-héraði þar sem 90 manns féllu.


Tengdar fréttir

ISIS felldi sjötíu í Pakistan

Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×