Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-2 jafntefli við Gent á Wembley í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld. Gent vann fyrri leikinn í Belgíu 1-0 og einvígið því samanlagt 3-2.
Kvöldið byrjaði vel fyrir Tottenham því Christian Eriksen kom liðinu yfir á 10. mínútu.
Tíu mínútum síðar skallaði Harry Kane boltann í eigið mark og staða Spurs því orðin erfið.
Hún varð enn erfiðari þegar Dele Alli fékk að líta rauða spjaldið á 39. mínútu fyrir ruddabrot.
Victor Wanyama gaf Tottenham von með marki á 61. mínútu en Jérémy Perbert slökkti þann vonarneista þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Tottenham er því úr leik.
Kane skoraði sjálfsmark, Alli sá rautt og Spurs úr leik | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
