Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt John Kelly heimavarnaráðherra, en ráðuneyti hans hefur sent frá sér tvö minnisblöð um óskráða innflytjendur og brottrekstur þeirra úr landi. Brottvísunum hefur verið forgangsraðað. Nordicphotos/AFP Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira