Trump reiður FBI vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 14:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður út í Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Hann setti út á stofnunina á Twitter í dag vegna þess að henni hefði ekki tekist að stöðva upplýsingaleka opinberra starfsmanna. Jafnvel gætu rannsakendur ekki fundið lekana innan FBI. Hann sagði umrædda leka, sem hafa reynst ríkisstjórn hans erfiðir, geta stórskaða öryggi Bandaríkjanna.The FBI is totally unable to stop the national security "leakers" that have permeated our government for a long time. They can't even......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 find the leakers within the FBI itself. Classified information is being given to media that could have a devastating effect on U.S. FIND NOW— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 24, 2017 Tilefni tístanna er líklega fregnir CNN frá því í gærkvöldi um að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus, hefði beðið starfsmenn FBI um að afneita fregnum um ítrekuð samskipti starfsmanna Trump á meðan á forsetakosningunum stóð. FBI neitaði þeirri beiðni. Samskipti starfsmanna Trump við Rússa eru til rannsóknar innan veggja FBI, samkvæmt frétt New York Times. Það var sú frétt sem Preibus vildi að FBI segði vera ranga. Samkvæmt henni eru til upptökur af símtölum starfsmanna Trump við Rússa og meðal annars starfsmenn Leyniþjónustu Rússlands. Símtölin uppgötvuðust um sama skeið og leyniþjónustur Bandaríkjanna voru að leita sönnunargagna um að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Alls ekki í fyrsta sinn Trump hefur ítrekað veist að leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna á Twitter og þá aðallega FBI og CIA. Nú í síðasta mánuði líkti hann samfélaginu við Þýskaland á tímum nasismans. Fyrr í mánuðinum sagði Trump við blaðamenn að ríkisstjórn hans myndi finna þá sem væru að leka neikvæðum upplýsingum um ríkisstjórnina til fjölmiðla. „Þeir munu gjalda hátt verð fyrir,“ sagði Trump. Einnig var tíst um lekana frá opinberum forsetaaðgangi Trump á Twitter og fylgdi hlekkur á Facebook síðu hans.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19 Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05 Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33 John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29 Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45 Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Amnesty: Hatursorðræða stjórnmálamanna gerir heiminn að hættulegri stað Í nýrri skýrslu Amnesty International segir að stjórnmálamenn sem beiti hatursorðræðu og ali á sundurlyndi geri heiminn að hættulegri stað. 22. febrúar 2017 08:19
Reyndi að draga úr áhyggjum evrópskra embættismanna Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði Trump vilja styrkja vinasamband Bandaríkjanna og ESB. 20. febrúar 2017 12:05
Trump vill fjölga kjarnaoddum Bandaríkjanna: „Við ætlum að vera atkvæðamestir“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að Bandaríkin eigi flest kjarnorkuvopn allra ríkja. 23. febrúar 2017 22:33
John McCain um árásir Trump á fjölmiðla: „Það fyrsta sem einræðisherrar gera“ Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain gagnrýnir Donald Trump, Bandaríkjaforseta, harðlega fyrir stöðugar árásir hans í garð fjölmiðla. 19. febrúar 2017 17:29
Stormasamur fyrsti mánuður Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna Óhætt er að segja að mikið hefur gustað um Trump, starfslið hans og embættisverk þessar fyrstu vikurnar. 20. febrúar 2017 12:45
Bandarískur hæstaréttardómari hrósar fjölmiðlum Ruth Bader Ginsburg, hæstaréttardómari, hrósar fjölmiðlum í hástert og segist vera vongóð um framtíð Bandaríkjanna. 23. febrúar 2017 20:30