Skotsilfur Markaðarins: Ari Edwald með augun á formannsstól SA 24. febrúar 2017 15:30 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þykir hafa komist vel frá sinni fyrstu alvöru prófraun í starfi eða sjómannaverkfallinu. Útgerðin hafi náð í gegn flestu af því sem lagt var upp með. Óánægja sjómanna með niðurstöðuna hafi birst í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana þar sem mjótt var á mununum. Sigur útgerðarinnar hafi kristallast í léttum Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, sem aðstoðaði við að leysa landfestar á skipum fyrirtækisins daginn eftir að samið var og rétt áður en hann brá sér í viðtal á RÚV.Vill taka við af Björgólfi Búist er við því að nýr formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) verði kjörinn á aðalfundi samtakanna í lok næsta mánaðar. Björgólfur Jóhannsson, sem hefur gegnt því embætti í fjögur ár, hefur sjálfur sagt að hann sé enn undir feldi en flestir reikna engu að síður með að hann muni stíga til hliðar og einbeita sér að störfum sínum sem forstjóri Icelandair Group. Sagt er að Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri SA, hafi mikinn hug á því að verða eftirmaður Björgólfs sem formaður samtakanna.Krefjandi stjórnarsetaSigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Jakob Bjarnason, starfsmaður LBI eignarhaldsfélags (gamla Landsbankans), settust bæði í stjórn kísilvers United Silicon í Helguvík í síðasta mánuði. Þar hittu þau fyrir meðal annars Auðun Helgason, fyrrverandi knattspyrnumann, og Magnús Garðarsson, stærsta eiganda kísilversins. Ljóst er að stjórnarmennirnir nýju koma inn í félagið við krefjandi aðstæður en starfsemin hefur verið plöguð af mengunaróhöppum og vandræðagangi síðan verksmiðjan var gangsett í nóvember.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira