Engin krútt inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2017 08:00 Stelpurnar mæta þýsku liði í dag. Vísir/Stefán Þær skera sig svo sannarlega úr í íslensku íþróttalífi og eru líka óhræddar við að fagna fjölbreytileikanum. Nöfnin Lexía de Trix, Ice Sickle, Night Fury og Miss-Fit eru ekki nöfn sem þú sérð yfirleitt á keppnisbúningnum íslenskra íþróttaliða. Þetta er liðið þar sem hæð, þyngd, aldur eða líkamsgerð skiptir ekki máli því það er hlutverk fyrir alla. Þetta er íþrótt þar sem liðin spila sókn og vörn á sama tíma og þetta er íþróttin þar sem manneskja er í hlutverki boltans. Alex Steinþórsdóttir er í mikilvægu hlutverki hjá Ragnarökum og verður í sviðsljósinu í dag þegar liðið mætir þýska liðinu Karlsruhe RocKArollers í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi. Vísir ræddi við Alex um liðið hennar og íþróttina sem hún er í brautryðjendahlutverki ásamt liðsfélögum sínum í Ragnarökum. Eftir sigurleik í síðasta Evrópuleik sínum í nóvember er mikil spenna í hópnum að fá að spila fyrsta leik sinn á nýju ári á Seltjarnarnesinu í dag. „Við erum mjög spenntar. Við unnum síðasta leik og við erum spenntar fyrir því að reyna að ná tveimur sigrum í röð sem við höfum ekki náð áður hér á landi,“ segir Alex Steinþórsdóttir.Vonast til að stofna fleiri lið í framtíðinni Íþróttin er ný á Íslandi og samkeppnin engin eins og er. Mótherjarnir koma því alltaf erlendis frá. „Við erum eina liðið og eina félagið. Við erum að vonast til að stofna fleiri lið innan félagsins í framtíðinni. Við erum bæði með Team Iceland og Ragnarök sem er ferðaliðið og hefur verið að keppa alla leikina hér heima,“ segir Alex en hvernig mótherji bíður stelpnanna í dag. „Þær eru frá Karlsruhe og heita Karlsruhe RocKArollers. Það er sagt að þær séu öflugri en við. Við erum því spenntar að sjá hvað gerist á morgun (í dag),“ segir Alex. Alex viðurkennir að hún fái nú oft marga marbletti eftir baráttuna og það er vel tekist á inn á vellinum. „Þetta er mjög hart jaðarsport. Þetta er í rauninni eins og amerískur fótbolti eða rugby nema að það er enginn bolti. Það er manneskja sem er boltinn. Maður er því oft frekar lemstraður eftir það,“ segir Alex. Hún segist ekki vera týpan sem hefur lifað og hrærst í íþróttum alla tíð.Stelpurnar eru klárar í slaginn fyrir leikinn í dag.Vísir/StefánFannst íþróttir mjög leiðinlegar „Mér fannst íþróttir mjög leiðinlegar og sérstaklega hópíþróttir en hjólaskautaatið er með sitt eigið samfélag og þetta er allt öðruvísi samfélag. Þetta er íþrótt sem bíður fólk velkomið sem á sér kannski ekki samastað í öðrum íþróttum,“ segir Alex og rökstyður það aðeins betur. „Þarna er fólk á allskonar aldri, fólk með allskonar kynhneigð og það skiptir ekki máli hvernig líkamsgerðin þín er það er staða fyrir alla. Það skiptir því ekki máli hvort þú ert stór eða lítill, mjór eða feitur. Þú þarf því ekki að passa í eitthvað form hjá okkur sem margar aðrar íþróttir fara framá,“ segir Alex. Hjólaskautaataíþróttin kemur upphaflega úr undirheimum og úr jaðarmenningu og liðsmenn fá þarna bæði að skapa sér sitt eigið keppendanafn, koma með sinn eigin búning og skapa sinn karakter. „Þú færð að skapa þér þessa manneskju á vellinum og það sem gerist á vellinum gerist á vellinum. Þú verður að sleppa því þegar þú kemur út. Þegar þú ert að spila innan gæsalappa ofbeldisfulla íþrótt þá getur þú ekkert verið í klefanum eftir leikinn að væla yfir því að þú hafir meitt þig. Það er bara hluti af leiknum,“ segir Alex.Held að fólk haldi stundum að þetta sé eitthvað krúttlegt En eru þær kannski þá hörðustu íþróttakonur Íslands? „Ég vildi ekki vilja mæta MMA-gellunum en þetta er mjög hart. Ég held að fólk haldi stundum að þetta sé eitthvað krúttlegt af því að þetta er á hjólaskautum og þetta sé bara Patrick Swayze að vera flottur. Þetta er bardagaíþrótt á vissan hátt," segir Alex. „Þetta er rosalega hröð íþrótt. Ég mæli með því ef fólk vill koma að kíkja á hana að skoða hana fyrst á Youtube til að kynna sér aðeins reglurnar. Hún fer svo hratt yfir að það er oft erfitt að fylgjast með því hvað er í gangi," segir Alex en hér fyrir neðan má sjá eitt slíkt myndband.Vísir/StefánMeð keppnisnafnið „Lexía de Trix“ „Ég mæli með að horfa á „jammerana“ sem er fólkið með stjörnuna á hausnum. Við erum þau sem skora stigin því við erum boltinn. Ef við komust í gegnum þvöguna þá veistu að það er verið að skora stig,“ segir Alex Steinþórsdóttir sem hefur sjálf keppnisnafnið „Lexía de Trix“ „Það sem gerir þetta svona brjálað er að liðin eru að spila vörn og sókn á sama tíma. Við sköpum mannlega veggi til þess að stoppa „jammer“ hins liðsins í því að fara í gegn og svo erum við líka að reyna að opna hina veggina fyrir okkar. Það eru oft ákvarðanir sem liðin þurfa að taka hvort þau beini allri athygli sinni að „jammer“ hins liðsins ef hún er svo hörð en þú vilt heldur ekki gleyma þinni eigin manneskju sem er kannski föst líka," segir Alex. Það koma oft fyrir alvöru árekstrar en Alex segir að skynsemin sé oft besti vinur keppandans. „Margir verða svolítið spenntir fyrir því að gefa stór högg og láta fólk fljúga útaf en það virkar eiginlega betur að gera þetta hægar og mynda sterkan vegg. Þetta er hópíþrótt og þetta er ekki fyrir neina stjörnu," segir Alex. Hún og liðsfélagar hennar eru að reyna að kynna íþrótt sína fyrir Íslendingum og það gengur vel. „Það er ótrúlegt hvað þetta gengur. Við fórum hægt af stað aðallega vegna þess að við höfum lent í vandræðum með aðstöðu. Draumurinn okkar er að komast í okkar eigin vöruhús eða einhverskona aðstöðu þar sem við getum verið með sjálfar," segir Alex. „Við höfum haft það rosalega gott upp í Vallakór og þau hafa reynst okkur rosalega vel. Um leið og við vorum komnar með fastan stað til að æfa þá fór þetta hratt af stað," segir Alex. Leikirnir þeirra hafa aftur á móti farið fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.Mikill áhugi erlendis frá Það er áhugi erlendis á íslenska liðinu og það hefur gengið vel að fá erlend lið til að koma til Íslands. „Það er mjög mikils spenna í hjólaskautaatsheiminum fyrir Íslandi. Þeim finnst alveg brjálað að einhver á eyju út í hafi sé að reyna þetta. Fólk er því mjög spennt fyrir því að koma og prófa," segir Alex. En auðvitað kostar þetta allt saman pening og mikla fyrirhöfn. „Þetta er mjög erfitt því við gerum þetta allt sjálfar. Það eru engir peningar í þessu og við rekum allt á sjálfboðavinnu. Það er samt mjög spennandi að vera að skapa sér stað og búa til eitthvað nýtt í íþróttamenningunni hérna sem enginn hefur séð áður," segir Alex. Mótherjarnir þurfa að sjálfir að borga ferðir sína til Íslands en þegar hingað er komið þá sjá stelpurnar í Ragnarökum um bæði verðandi mótherja sem og dómarana sem koma líka margir erlendis frá.Vísir/StefánMótherjarnir gista hjá þeim „Við bjóðum fólki að gista frítt. Fólkið sem þú ert að keppa við er líka að gista hjá þér. Heima hjá okkur er bara dýna á gólfinu. Það er líka alltaf djammað eftir á og borðað saman. Við flytjum líka inn dómara og núna erum við í fyrsta sinn með sjö íslenska dómara. Það þarf rosalega marga dómara til að dæma svona leik af því að allt er svo hratt. Það skiptir öllu máli að þetta fólk geti líka skemmt sér saman eftirá," segir Alex. Alex segir mikinn metnað innan liðsins og þá ekki bara í keppni heldur einnig að koma íþróttinni á framfæri og í hóp allra hinna íþróttanna innan Íþróttasambands Íslands. „Félagið hét Roller derby Iceland. Við erum að reyna að komast inn í ÍSÍ og þar má maður ekki heita Iceland eða ensku nafni. Nýlega breyttum við og ætlum að heita Hjólaskautafélagið sem var einfalt og aðgengilegt. Við eigum eftir að fara lengra og finna okkur nýtt lógó og svoleiðis fyrir félagið sjálft. Ragnarök heldur samt áfram," segir Alex og þær hafa líka þurft að koma íþróttinni sinn inn í íslenska orðaforðan.Fengi íslenska heitið hjá Árnastofnun í fyrra. „Hjólaskautaat er íslenska heitið sem við fengið hjá Árnastofnun í fyrra. Það er mikil bardagi að koma sér inn í íslenska menningu, finna heiti og allskonar hugtök fyrir þetta," segir Alex. Það eru ekki neinar beinar reglur um gerð búninga fyrir utan að þær þurfa að verja sig. „Við þurfum að vera með olnboga-, hné- og úlnliðshlífar, auka munnhlíf og hjálm. Þú mátt aldrei taka hjálminn af þér eins og þegar þú stendur. Það eru stífar reglur um það," segir Alex og bætir við: „Klæðaburður er alveg frjáls á meðan þú getur borið ábyrgð á honum sjálfur. Ef þú ætlar að vera með gaddahálsfesti þá er eins gott að þú getir tekið ábyrgð á henni og slasað engan með henni. Fólk er ekki mikið með það lengur," segir Alex.Vísir/StefánMargir búningar eru ennþá mjög skautlegir Ragnarök flaggar íslenska bláa litnum á búningum sínum en keppnistreyjan er nú eins hjá þeim öllum. „Við erum allar í eins treyjum og allar í eins buxum. Rosalega margir eru að færast í átt að venjulegum íþróttum hvað varðar liðsheld og líka þægindum. Það eru samt margir sem eru ennþá mjög skautlegir. Það er alltaf þessi togstreita á milli að vilja vera alvarlegur íþróttamaður og vera tekin alvarlega af öðrum íþróttamönnum en líka að missa ekki sjónar á því hvaða þessi íþrótt kom og af hverju við erum sérstök,“ segir Alex að lokum. Leikurinn hjá Ragnarökum og Karlsruhe RocKArollers fer fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 17.00 í dag. Það kostar 1500 krónur inn, 1000 krónur í forsölu, en frítt er fyrir tólf ára og yngri. Aðrar íþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira
Þær skera sig svo sannarlega úr í íslensku íþróttalífi og eru líka óhræddar við að fagna fjölbreytileikanum. Nöfnin Lexía de Trix, Ice Sickle, Night Fury og Miss-Fit eru ekki nöfn sem þú sérð yfirleitt á keppnisbúningnum íslenskra íþróttaliða. Þetta er liðið þar sem hæð, þyngd, aldur eða líkamsgerð skiptir ekki máli því það er hlutverk fyrir alla. Þetta er íþrótt þar sem liðin spila sókn og vörn á sama tíma og þetta er íþróttin þar sem manneskja er í hlutverki boltans. Alex Steinþórsdóttir er í mikilvægu hlutverki hjá Ragnarökum og verður í sviðsljósinu í dag þegar liðið mætir þýska liðinu Karlsruhe RocKArollers í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi. Vísir ræddi við Alex um liðið hennar og íþróttina sem hún er í brautryðjendahlutverki ásamt liðsfélögum sínum í Ragnarökum. Eftir sigurleik í síðasta Evrópuleik sínum í nóvember er mikil spenna í hópnum að fá að spila fyrsta leik sinn á nýju ári á Seltjarnarnesinu í dag. „Við erum mjög spenntar. Við unnum síðasta leik og við erum spenntar fyrir því að reyna að ná tveimur sigrum í röð sem við höfum ekki náð áður hér á landi,“ segir Alex Steinþórsdóttir.Vonast til að stofna fleiri lið í framtíðinni Íþróttin er ný á Íslandi og samkeppnin engin eins og er. Mótherjarnir koma því alltaf erlendis frá. „Við erum eina liðið og eina félagið. Við erum að vonast til að stofna fleiri lið innan félagsins í framtíðinni. Við erum bæði með Team Iceland og Ragnarök sem er ferðaliðið og hefur verið að keppa alla leikina hér heima,“ segir Alex en hvernig mótherji bíður stelpnanna í dag. „Þær eru frá Karlsruhe og heita Karlsruhe RocKArollers. Það er sagt að þær séu öflugri en við. Við erum því spenntar að sjá hvað gerist á morgun (í dag),“ segir Alex. Alex viðurkennir að hún fái nú oft marga marbletti eftir baráttuna og það er vel tekist á inn á vellinum. „Þetta er mjög hart jaðarsport. Þetta er í rauninni eins og amerískur fótbolti eða rugby nema að það er enginn bolti. Það er manneskja sem er boltinn. Maður er því oft frekar lemstraður eftir það,“ segir Alex. Hún segist ekki vera týpan sem hefur lifað og hrærst í íþróttum alla tíð.Stelpurnar eru klárar í slaginn fyrir leikinn í dag.Vísir/StefánFannst íþróttir mjög leiðinlegar „Mér fannst íþróttir mjög leiðinlegar og sérstaklega hópíþróttir en hjólaskautaatið er með sitt eigið samfélag og þetta er allt öðruvísi samfélag. Þetta er íþrótt sem bíður fólk velkomið sem á sér kannski ekki samastað í öðrum íþróttum,“ segir Alex og rökstyður það aðeins betur. „Þarna er fólk á allskonar aldri, fólk með allskonar kynhneigð og það skiptir ekki máli hvernig líkamsgerðin þín er það er staða fyrir alla. Það skiptir því ekki máli hvort þú ert stór eða lítill, mjór eða feitur. Þú þarf því ekki að passa í eitthvað form hjá okkur sem margar aðrar íþróttir fara framá,“ segir Alex. Hjólaskautaataíþróttin kemur upphaflega úr undirheimum og úr jaðarmenningu og liðsmenn fá þarna bæði að skapa sér sitt eigið keppendanafn, koma með sinn eigin búning og skapa sinn karakter. „Þú færð að skapa þér þessa manneskju á vellinum og það sem gerist á vellinum gerist á vellinum. Þú verður að sleppa því þegar þú kemur út. Þegar þú ert að spila innan gæsalappa ofbeldisfulla íþrótt þá getur þú ekkert verið í klefanum eftir leikinn að væla yfir því að þú hafir meitt þig. Það er bara hluti af leiknum,“ segir Alex.Held að fólk haldi stundum að þetta sé eitthvað krúttlegt En eru þær kannski þá hörðustu íþróttakonur Íslands? „Ég vildi ekki vilja mæta MMA-gellunum en þetta er mjög hart. Ég held að fólk haldi stundum að þetta sé eitthvað krúttlegt af því að þetta er á hjólaskautum og þetta sé bara Patrick Swayze að vera flottur. Þetta er bardagaíþrótt á vissan hátt," segir Alex. „Þetta er rosalega hröð íþrótt. Ég mæli með því ef fólk vill koma að kíkja á hana að skoða hana fyrst á Youtube til að kynna sér aðeins reglurnar. Hún fer svo hratt yfir að það er oft erfitt að fylgjast með því hvað er í gangi," segir Alex en hér fyrir neðan má sjá eitt slíkt myndband.Vísir/StefánMeð keppnisnafnið „Lexía de Trix“ „Ég mæli með að horfa á „jammerana“ sem er fólkið með stjörnuna á hausnum. Við erum þau sem skora stigin því við erum boltinn. Ef við komust í gegnum þvöguna þá veistu að það er verið að skora stig,“ segir Alex Steinþórsdóttir sem hefur sjálf keppnisnafnið „Lexía de Trix“ „Það sem gerir þetta svona brjálað er að liðin eru að spila vörn og sókn á sama tíma. Við sköpum mannlega veggi til þess að stoppa „jammer“ hins liðsins í því að fara í gegn og svo erum við líka að reyna að opna hina veggina fyrir okkar. Það eru oft ákvarðanir sem liðin þurfa að taka hvort þau beini allri athygli sinni að „jammer“ hins liðsins ef hún er svo hörð en þú vilt heldur ekki gleyma þinni eigin manneskju sem er kannski föst líka," segir Alex. Það koma oft fyrir alvöru árekstrar en Alex segir að skynsemin sé oft besti vinur keppandans. „Margir verða svolítið spenntir fyrir því að gefa stór högg og láta fólk fljúga útaf en það virkar eiginlega betur að gera þetta hægar og mynda sterkan vegg. Þetta er hópíþrótt og þetta er ekki fyrir neina stjörnu," segir Alex. Hún og liðsfélagar hennar eru að reyna að kynna íþrótt sína fyrir Íslendingum og það gengur vel. „Það er ótrúlegt hvað þetta gengur. Við fórum hægt af stað aðallega vegna þess að við höfum lent í vandræðum með aðstöðu. Draumurinn okkar er að komast í okkar eigin vöruhús eða einhverskona aðstöðu þar sem við getum verið með sjálfar," segir Alex. „Við höfum haft það rosalega gott upp í Vallakór og þau hafa reynst okkur rosalega vel. Um leið og við vorum komnar með fastan stað til að æfa þá fór þetta hratt af stað," segir Alex. Leikirnir þeirra hafa aftur á móti farið fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.Mikill áhugi erlendis frá Það er áhugi erlendis á íslenska liðinu og það hefur gengið vel að fá erlend lið til að koma til Íslands. „Það er mjög mikils spenna í hjólaskautaatsheiminum fyrir Íslandi. Þeim finnst alveg brjálað að einhver á eyju út í hafi sé að reyna þetta. Fólk er því mjög spennt fyrir því að koma og prófa," segir Alex. En auðvitað kostar þetta allt saman pening og mikla fyrirhöfn. „Þetta er mjög erfitt því við gerum þetta allt sjálfar. Það eru engir peningar í þessu og við rekum allt á sjálfboðavinnu. Það er samt mjög spennandi að vera að skapa sér stað og búa til eitthvað nýtt í íþróttamenningunni hérna sem enginn hefur séð áður," segir Alex. Mótherjarnir þurfa að sjálfir að borga ferðir sína til Íslands en þegar hingað er komið þá sjá stelpurnar í Ragnarökum um bæði verðandi mótherja sem og dómarana sem koma líka margir erlendis frá.Vísir/StefánMótherjarnir gista hjá þeim „Við bjóðum fólki að gista frítt. Fólkið sem þú ert að keppa við er líka að gista hjá þér. Heima hjá okkur er bara dýna á gólfinu. Það er líka alltaf djammað eftir á og borðað saman. Við flytjum líka inn dómara og núna erum við í fyrsta sinn með sjö íslenska dómara. Það þarf rosalega marga dómara til að dæma svona leik af því að allt er svo hratt. Það skiptir öllu máli að þetta fólk geti líka skemmt sér saman eftirá," segir Alex. Alex segir mikinn metnað innan liðsins og þá ekki bara í keppni heldur einnig að koma íþróttinni á framfæri og í hóp allra hinna íþróttanna innan Íþróttasambands Íslands. „Félagið hét Roller derby Iceland. Við erum að reyna að komast inn í ÍSÍ og þar má maður ekki heita Iceland eða ensku nafni. Nýlega breyttum við og ætlum að heita Hjólaskautafélagið sem var einfalt og aðgengilegt. Við eigum eftir að fara lengra og finna okkur nýtt lógó og svoleiðis fyrir félagið sjálft. Ragnarök heldur samt áfram," segir Alex og þær hafa líka þurft að koma íþróttinni sinn inn í íslenska orðaforðan.Fengi íslenska heitið hjá Árnastofnun í fyrra. „Hjólaskautaat er íslenska heitið sem við fengið hjá Árnastofnun í fyrra. Það er mikil bardagi að koma sér inn í íslenska menningu, finna heiti og allskonar hugtök fyrir þetta," segir Alex. Það eru ekki neinar beinar reglur um gerð búninga fyrir utan að þær þurfa að verja sig. „Við þurfum að vera með olnboga-, hné- og úlnliðshlífar, auka munnhlíf og hjálm. Þú mátt aldrei taka hjálminn af þér eins og þegar þú stendur. Það eru stífar reglur um það," segir Alex og bætir við: „Klæðaburður er alveg frjáls á meðan þú getur borið ábyrgð á honum sjálfur. Ef þú ætlar að vera með gaddahálsfesti þá er eins gott að þú getir tekið ábyrgð á henni og slasað engan með henni. Fólk er ekki mikið með það lengur," segir Alex.Vísir/StefánMargir búningar eru ennþá mjög skautlegir Ragnarök flaggar íslenska bláa litnum á búningum sínum en keppnistreyjan er nú eins hjá þeim öllum. „Við erum allar í eins treyjum og allar í eins buxum. Rosalega margir eru að færast í átt að venjulegum íþróttum hvað varðar liðsheld og líka þægindum. Það eru samt margir sem eru ennþá mjög skautlegir. Það er alltaf þessi togstreita á milli að vilja vera alvarlegur íþróttamaður og vera tekin alvarlega af öðrum íþróttamönnum en líka að missa ekki sjónar á því hvaða þessi íþrótt kom og af hverju við erum sérstök,“ segir Alex að lokum. Leikurinn hjá Ragnarökum og Karlsruhe RocKArollers fer fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi og hefst klukkan 17.00 í dag. Það kostar 1500 krónur inn, 1000 krónur í forsölu, en frítt er fyrir tólf ára og yngri.
Aðrar íþróttir Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Searle úr leik en Aspinall kláraði sitt „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Sjá meira