Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 11:33 Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu. Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Saltkjötsát getur reynst heilsutæpum háskalegt og einkum ætti hjartaveikt fólk sem og þeir sem eiga við háan blóðþrýsting að eiga að fara varlega í troða sig út af þeim annars ágæta og þjóðlega mat.Saltkjötið telst seint heilsusamlegur maturSprengidagurinn er í dag, eins og flestir vita og þá tíðkast að borða vel af saltkjöti og baunum. Elva Gísladóttir, næringarfræðingur Landlæknisembættisins, segir það vitað að saltkjötið sé ekki sérlega hollt. En, hversu óhollt er saltkjötið? „Það er með saltkjötið á sprengidaginn eins og rjómabollurnar á bolludaginn að þetta er frekar spurning um að halda magninu í hófi og að muna að njóta matarins. Saltkjöt er í eðli sínu saltrík vara og myndi því seint teljast heilsusamlegur matur. En þar sem saltkjöt er líklega sjaldan á borðum hjá flestum landsmönnum, ef til vill bara einu sinni á ári, þá ætti þetta nú almennt ekki að hafa mikil áhrif á heilsuna hjá heilbrigðu fólki,“ segir Elva.Hjartveikir ættu að spara saltkjötið við sigEn, það getur reynst þeim sem ekki eru heilsuhraustir varasamt: „Hjartveikt fólk og fólk með of háan blóðþrýsting þarf þó hinsvegar sérstaklega að gæta hófs þegar kemur að neyslu á saltríkum mat. Líka í dag. Þess vegna er það jákvæð þróun margar verslanir eru farnar að bjóða uppá saltminna saltkjöt og svo eru til ýmis ráð til að draga úr saltmagni máltíðarinnar.“ Elva er svo vinsamleg að leggja lesendum Vísis til ráð sem vert er að hafa í huga í dag.Ráð til að draga úr saltmagni og auka hollustu máltíðarinnar: Kaupa saltminna saltkjöt, fæst í mörgum verslunum. Sjóða saltkjötið í nægjanlega miklu magni af vatni, þannig að það verði ekki of salt og halda saltmagni baunanna í lágmarki. Auka má auðveldlega hollustu baunasúpunnar með því að bæta í hana alls kyns grænmeti, t.d. gulrótum, rófum, blaðlauk, blómkáli eða spergilkáli. Þeir sem þurfa sérstaklega að huga að saltmagni matarins geta líka haft baunasúpuna í aðalhlutverki (með ríkulegu magni af kartöflum og grænmeti – og þá bragbætt með nokkrum kjötbitum eða jafnvel sleppt kjötinu alveg). Elva bendir jafnframt á vef landlæknis í þessu sambandi en þar má sjá nánar um leiðir til að minnka saltneyslu.
Heilsa Sprengidagur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira