Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. febrúar 2017 10:00 Hildur Guðnadóttir hefur varla við að svara tilboðum frá Hollywood um þessar mundir. Mynd/Antje Taiga Jandrig Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu. „Þetta kom nú bara þannig til að Jóhann Jóhannsson, minn helsti samstarfsaðili sem ég hef unnið mikið með í öllum hans verkefnum, var beðinn um að taka þessa mynd líka, en hann gerði auðvitað númer eitt, en hann bara hafði ekki tíma svo að þetta færðist eiginlega yfir á mig,“ segir Hildur Guðnadóttir tónlistarkona sem mun sjá um tónsporið í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi Sicario sem kom út 2015 og Jóhann Jóhannsson sá um tónlistina í.Er þetta sem sagt kannski smá heppni? „Jaaa, það er náttúrulega hart barist um þessar myndir. Það var svolítið af fólki sem kom til greina – þau þurftu að velja úr stórum hóp, þannig að þetta var heppni og ekki heppni, sko. Fólk sendir inn demó og það er valið úr auðvitað. Ég þekkti nú eiginlega flesta sem voru í þessum pakka og mikið af dásamlegu fólki þar.“Eru tökur byrjaðar og verkefnið komið í gang? „Já, ég er í startholunum. Þetta er svona að byrja.“Hvernig er það, ertu á leiðinni út í eyðimörkina í Mexíkó til að fyllast innblæstri eða er það bara stúdíóið? „Jú, þeir buðu mér að koma út og það hefði verið alveg æðislegt. En ég er nú einstæð móðir þannig að maður getur nú ekki alltaf hoppað frá.“Flæða ekki inn tilboðin eftir að þú fékkst þetta starf? „Það er nú reyndar svolítið mikið af tilboðum á borðinu. Þetta er nú ekkert rosalega stór bransi, alveg töluvert minni en maður hefði haldið – þannig að það er töluvert mikið af sama fólkinu sem er í þessum verkefnum, það er eins og það sem ég sendi þeim hafi gengið á milli stúdíóa, þannig að ég hef fengið svolítið af tilboðum út af því. En ég ætla nú bara að gera eitt í einu þannig að ég ætla ekki að taka neitt að mér í bili.Er eitthvað fleira á döfinni hjá þér? „Ég er að fara til Istanbúl í næstu viku þar sem ég verð með tvenna sólótónleika og svo eru svolítið stórir tónleikar í Barbican í mars þar sem ég spila bæði sóló og með hljómsveitinni Sunn O))), það eru svona næstu tónleikaverkefni og svo er það bara Soldado og fótboltaæfingar hjá börnunum,“ segir Hildur hlæjandi að lokum enda hefur hún efni á því, komin á græna grein í kvikmyndabransanum. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Tengdar fréttir Hildur sér um tónlistina í Sicario 2 Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil. 9. febrúar 2017 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu. „Þetta kom nú bara þannig til að Jóhann Jóhannsson, minn helsti samstarfsaðili sem ég hef unnið mikið með í öllum hans verkefnum, var beðinn um að taka þessa mynd líka, en hann gerði auðvitað númer eitt, en hann bara hafði ekki tíma svo að þetta færðist eiginlega yfir á mig,“ segir Hildur Guðnadóttir tónlistarkona sem mun sjá um tónsporið í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi Sicario sem kom út 2015 og Jóhann Jóhannsson sá um tónlistina í.Er þetta sem sagt kannski smá heppni? „Jaaa, það er náttúrulega hart barist um þessar myndir. Það var svolítið af fólki sem kom til greina – þau þurftu að velja úr stórum hóp, þannig að þetta var heppni og ekki heppni, sko. Fólk sendir inn demó og það er valið úr auðvitað. Ég þekkti nú eiginlega flesta sem voru í þessum pakka og mikið af dásamlegu fólki þar.“Eru tökur byrjaðar og verkefnið komið í gang? „Já, ég er í startholunum. Þetta er svona að byrja.“Hvernig er það, ertu á leiðinni út í eyðimörkina í Mexíkó til að fyllast innblæstri eða er það bara stúdíóið? „Jú, þeir buðu mér að koma út og það hefði verið alveg æðislegt. En ég er nú einstæð móðir þannig að maður getur nú ekki alltaf hoppað frá.“Flæða ekki inn tilboðin eftir að þú fékkst þetta starf? „Það er nú reyndar svolítið mikið af tilboðum á borðinu. Þetta er nú ekkert rosalega stór bransi, alveg töluvert minni en maður hefði haldið – þannig að það er töluvert mikið af sama fólkinu sem er í þessum verkefnum, það er eins og það sem ég sendi þeim hafi gengið á milli stúdíóa, þannig að ég hef fengið svolítið af tilboðum út af því. En ég ætla nú bara að gera eitt í einu þannig að ég ætla ekki að taka neitt að mér í bili.Er eitthvað fleira á döfinni hjá þér? „Ég er að fara til Istanbúl í næstu viku þar sem ég verð með tvenna sólótónleika og svo eru svolítið stórir tónleikar í Barbican í mars þar sem ég spila bæði sóló og með hljómsveitinni Sunn O))), það eru svona næstu tónleikaverkefni og svo er það bara Soldado og fótboltaæfingar hjá börnunum,“ segir Hildur hlæjandi að lokum enda hefur hún efni á því, komin á græna grein í kvikmyndabransanum.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Tengdar fréttir Hildur sér um tónlistina í Sicario 2 Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil. 9. febrúar 2017 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hildur sér um tónlistina í Sicario 2 Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil. 9. febrúar 2017 11:00