Skotsilfur Markaðarins: Fyrrverandi bankastjóri kaupir í Solid Clouds Ritstjórn Markaðarins skrifar 10. febrúar 2017 15:30 Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, hefur keypt sig inn í tölvuleikjaframleiðandann Solid Clouds á Eiðistorgi og settist hann í stjórn félagsins síðasta sumar. Þar voru fyrir menn á borð við Sigurð Arnljótsson, fjárfestingastjóra hjá SA Framtaki GP ehf., og Friðrik Skúlason, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Solid Clouds er oft kallað litla CCP en fyrirtækið vinnur að þróun tölvuleiksins Starborne.Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka, keypti sig inn í tölvuleikjaframleiðandann Solid Clouds í fyrra.Aftur inn í MagasinAthygli vakti þegar tilkynnt var í síðustu viku að veitingastaðurinn Gló yrði opnaður í Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn. Danska stórverslunin var mjög áberandi á síðum íslensku blaðanna á árunum fyrir hrun eftir að íslenskir fjárfestar, þar á meðal Birgir Þór Bieltvedt, keyptu 87 prósenta hlut í henni árið 2004. Straumur leysti 25 prósenta hlut B2B Holding ehf., fjárfestingarfélags Birgis, í Magasin til sín í hruninu. Birgir, sem er búsettur í Danmörku, er hluthafi í Gló og getur því fljótlega aftur haft áhrif á hvað er á boðstólum í Magasíninu.Einar Pálmi til VirðingarEinar Pálmi Sigmundsson tók til starfa hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu í byrjun þessa árs sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði félagsins. Einar Pálmi á að baki meira en tuttugu ára reynslu á fjármálamarkaði, síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar HF Verðbréfa. Hann þurfti hins vegar að láta af því starfi í tengslum við ákæru sem hann hlaut í hinu svonefnda markaðsnotkunarmáli Kaupþings en Einar Pálmi hafði verið forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Einar Pálmi hlaut tveggja ára dóm, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar, en hann var hins vegar skilorðsbundinn.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Tengdar fréttir Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Solid Clouds vekur athygli á Slush Play. 8. maí 2015 13:30 Gló opnar í Kaupmannahöfn Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands. 26. janúar 2017 08:30 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, hefur keypt sig inn í tölvuleikjaframleiðandann Solid Clouds á Eiðistorgi og settist hann í stjórn félagsins síðasta sumar. Þar voru fyrir menn á borð við Sigurð Arnljótsson, fjárfestingastjóra hjá SA Framtaki GP ehf., og Friðrik Skúlason, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software. Solid Clouds er oft kallað litla CCP en fyrirtækið vinnur að þróun tölvuleiksins Starborne.Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka, keypti sig inn í tölvuleikjaframleiðandann Solid Clouds í fyrra.Aftur inn í MagasinAthygli vakti þegar tilkynnt var í síðustu viku að veitingastaðurinn Gló yrði opnaður í Magasin Du Nord í Kaupmannahöfn. Danska stórverslunin var mjög áberandi á síðum íslensku blaðanna á árunum fyrir hrun eftir að íslenskir fjárfestar, þar á meðal Birgir Þór Bieltvedt, keyptu 87 prósenta hlut í henni árið 2004. Straumur leysti 25 prósenta hlut B2B Holding ehf., fjárfestingarfélags Birgis, í Magasin til sín í hruninu. Birgir, sem er búsettur í Danmörku, er hluthafi í Gló og getur því fljótlega aftur haft áhrif á hvað er á boðstólum í Magasíninu.Einar Pálmi til VirðingarEinar Pálmi Sigmundsson tók til starfa hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu í byrjun þessa árs sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði félagsins. Einar Pálmi á að baki meira en tuttugu ára reynslu á fjármálamarkaði, síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar HF Verðbréfa. Hann þurfti hins vegar að láta af því starfi í tengslum við ákæru sem hann hlaut í hinu svonefnda markaðsnotkunarmáli Kaupþings en Einar Pálmi hafði verið forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Einar Pálmi hlaut tveggja ára dóm, samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar, en hann var hins vegar skilorðsbundinn.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Tengdar fréttir Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Solid Clouds vekur athygli á Slush Play. 8. maí 2015 13:30 Gló opnar í Kaupmannahöfn Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands. 26. janúar 2017 08:30 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Gló opnar í Kaupmannahöfn Nýr veitingastaður Gló verður opnaður í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn í júní næstkomandi. Staðurinn verður stærsti veitingastaðurinn í dönsku stórversluninni og verður í matarkjallara hennar. Um er að ræða fimmta Gló-staðinn og þann fyrsta utan Íslands. 26. janúar 2017 08:30
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings: „Mest solid guy ever“ og drengirnir tveir „Ef við setjum okkur í spor ákærðu þá voru þetta kornungir drengir, nýútskrifaðir, stolt foreldra sinna og þeir fengu vinnu í flottasta banka í Evrópu og Ísland var flottasta land í heimi.“ 9. september 2016 16:30