Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2017 19:15 Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“ KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Þórir Hákonarson, sem gegndi stöðu framkvæmdarstjóra KSÍ í átta ár, ætlar að kjósa Björn Einarsson í formannskjörinu á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum á morgun. Þetta sagðí hann í samtali við íþróttadeild í dag. „Björn Einarsson kom fram með mjög skýra sýn um hvað hann vilji gera,“ segir Þórir en viðtalið allt við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þórir var framkvæmdastjóri KSÍ frá 2007 til 2015. Hann var ráðinn til sambandsins eftir að Geir Þorsteinsson var kjörinn formaður en hann hafði áður verið framkvæmdarstjóri í tíð Eggerts Magnússonar. Þórir þekkir því vel til málefna knattspyrnunnar og rekstur KSÍ. Hann segir að það sé engin leið að ætla að stíga inn í sambandið og halda áfram að reka það eins og Geir hefur gert síðustu ár.Enginn sest í stólinn hans Geirs „Það er enginn sem getur labbað inn, sest í stólinn hans Geirs og sinnt þessu með sama hætti og hann gerði. Geir hefur það mikla þekkingu að það er enginn sem getur gert það,“ segir Þórir. „Þess vegna finnst mér að menn ættu að koma fram með einhver sérstök áhersluatriði. Það hefur Guðni ekki gert.“ Þórir segir að í viðtölum við þá Björn og Guðna, sem og í umfjöllun fjölmiðla um formannskjörið, hafi formannsefnin ekki náð að koma málefnum sínum nægilega vel á framfæri.Rekstur KSÍ þarf að vera í jafnvægi Hann segir að Björn hafi stigið fram með mjög skýra sýn á hvað hann vilji gera. „Það er framkvæmanlegt en auðvitað munu þær breytingar sem hann hefur talað um taka tíma,“ segir Þórir. „En mér finnst Guðni ekki hafa komið fram með sérstaka sýn á það hvaða málefni það eru sem hann stendur fyrir. Bara því miður, ég hef ekki komið auga á það hvaða sýn hann hefur návæmlega á hvernig sambandið á að þróast.“ „Sjálfur hef ég tekið afstöðu. Forsenda þess að halda áfram með öll þau góðu verkefni sem hreyfingin er með, bæði í landsliðum og í stuðningi við félagslið, er að rekstur KSÍ sé í góðum höndum og það sé jafnvægi í honum. Það á að skila afgangi á hverju ári til að dreifa til félaganna. Ég treysti Birni Einarssyni fullkomlega til þess og ég mun kjósa hann.“
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Sjá meira
Ársþing KSÍ: Margir enn óákveðnir Björn Einarsson hefur naumt forskot á Guðna Bergsson í baráttunni um formannsstólinn hjá KSÍ samkvæmt könnun fótbolta.net. 8. febrúar 2017 17:45
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Jón Rúnar: Nýjum formanni þarf að fylgja endurskipulagning og festa "Mér er sagt að ég muni tryggja þeim ósigur sem ég lýsi stuðningi við.“ 8. febrúar 2017 13:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast