Hungursneyð vofir yfir í fjórum ríkjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2017 16:26 Tugir milljóna eru í hættu í fjórum löndm, þar sem hjálparstofnanir segja ástandið vera alvarlegt. Vísir/EPA Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum. Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hungursneyð vofir nú yfir í fjórum mismunandi löndum og ógnar þar með lífum milljóna, en aldrei hefur jafn mikið reynt á aðstoð frá hjálpar-og neyðarsamtökum. Guardian greinir frá. Tugir milljóna manna þurfa á mataraðstoð að halda í Jemen, Suður-Súdan, Nígeríu og Sómalíu, en hungrið er ekki eina hættan sem býr að fólkinu, þar sem mörg svæða innan þessara ríkja eru stríðshrjáð og ógnar ástandið lífum fólks. Samkvæmt upplýsingum frá hjálparstofnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur fjöldi þeirra sem styrkir slíkar stofnanir rúmlega sexfaldast á undanförnum tuttugu árum, en þrátt fyrir það ná hjálparstofnanir einungis að sinna um helmingi þeirra verkefna sem þykja aðkallandi. Samkvæmt Gareth Owen, sem vinnur fyrir hjálparsamtökin Save the Children fer ástandið stöðugt versnandi og líkir hann ástandinu við það sem var í Sómalíu árin 2010-2012 þar sem 260.000 manns létust vegna hungursneyðar. „Einmitt á þessari stundu, upplifa rúmlega tólf milljón manns í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu lítið sem ekkert fæðuöryggi, en þessi ríki líta jafnilla út og Sómalía árið 2011. Ef þú bætir Suður-Súdan við og tekur inn í reikninginn þau átök sem hafa verið þar, auk Nígeríu og Jemen, þar sem milljónir bætast við, þá lítur þetta út fyrir að neyðarástandið sé verra en við höfum nokkurn tímann séð það.“ Sara Pantuliano, einn af yfirmönnum hjálparsamtakanna Overseas Development Institute, segir að sér finnst að hjálparsamtök verði að bregðast við breyttum tímum og líta til þess að endurbæta hvernig neyðar- og mataraðstoð er komið til borgara í hrjáðum löndum. „Það er hneyksli að það sé árið 2017 og að við séum enn að líta til þess að þurfa að bregðast við hungursneyðum, í stað þess að bregðast við áður en að slíkt ástand kemur upp.“ Að sögn Pantuliano bregðast hjálparstofnanir of seint við þegar upp kemur ástand á borð við það sem nú er í löndunum fjórum. Vandamálið sé einnig það, að mörg þessara landa komist seint eða alls ekki í heimsfréttirnar, þar sem mikil hætta stafar að blaðamönnum sem starfa í viðkomandi löndum.
Jemen Nígería Sómalía Suður-Súdan Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira