Stefnir á undanúrslit á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 06:00 Arna Stefanía er á hraðri uppleið. fréttablaðið/hanna Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi en mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. „Ég er mjög ánægð að hafa unnið. Þetta var kannski ekki bæting hjá mér en það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að maður bæti sig um hverja helgi. Það var samt gaman að fá hlaup og enn skemmtilegra að vinna líka,“ segir Arna Stefanía en hún var þá nýlent frá Finnlandi. Fyrir rúmri viku setti hún mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggði sér um leið þátttökurétt á EM í Belgrad en það mót fer fram í upphafi næsta mánaðar. Tími hennar í Finnlandi var 54,21 sekúnda en á Reykjavíkurleikunum hljóp hún á 53,92 sekúndum. Það var líka ástæða fyrir því að tíminn var ekki alveg eins góður að þessu sinni. „Það var keppt á 300 metra braut sem margir voru óánægðir með því hún er ólögleg og ef menn setja met á svona braut þá er það ekki löglegt. Ég hafði ekki keppt á svona braut áður og það var svolítið skrítið.“ Þessi magnaða hlaupakona er nú farin að horfa til Belgrad þar sem hún ætlar sér að gera það gott á EM. „Þessi tvö síðustu hlaup hjá mér sýna að formið er gott. Ég er aðeins tæp í lærinu núna en vonandi verður það ekkert vandamál. EM er númer eitt á tímabilinu hjá mér og frábært að hafa náð lágmarkinu í fyrsta hlaupi. Allur undirbúningur snýst um það núna og svo er meistaramót og annað í millitíðinni,“ segir Arna Stefanía en hvert er markmiðið fyrir EM? „Ég ætla að bæta mig vel og held að ég geti það alveg. Auðvitað væri gaman að komast í undanúrslit. Ef ég verð alveg heil og næ að æfa almennilega fram að móti er ég bjartsýn á að það takist. Ég finn að formið er gott og ég finn að ég á nóg inni. Það er gott að ná því besta fram á stóru mótunum.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira