NBA: New York Knicks endaði mjög erfiða viku í MSG með sigri á Spurs | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2017 07:00 New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira
New York Knicks hefur verið mikið í fréttum í bandarískum fjölmiðlum að undanförum og ekki fyrir góða frammistöðu inn á vellinum. Sigur á San Antonio Spurs í nótt gaf mönnum þar á bæ loksins tækifæri til að brosa.Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 94-90 sigri New York Knicks á San Antonio Spurs í Madison Square Garden. Anthony skoraði tvær mikilvægar körfur í lokin sem áttu mikinn þátt í því að liðinu tókst að landa sigri. Þetta var fimmti heimaleikur New York Knicks í röð og allir hinir fjórir höfðu tapast. Inn í það blandaðist að goðsögninni Charles Oakley var hent út úr Madison Square Garden í einum þeirra og seinna settur í bann sem og að forseti félagsins, Phil Jackson, hefur skotið grimmt á aðalstjörnuna, Carmelo Anthony, á opinberum vettvangi. Kawhi Leonard skoraði 36 stig fyrir San Antonio Spurs sem átti möguleika með sigri að tryggja sér að vera meira fleiri sigra en töp á tuttugasta tímabilinu í röð. Spurs fær nóg af tækifærum til að ná því í næstu leikjum en liðið hefur unnið 41 af 54 leikjum sínum.Tobias Harris kom með 24 stig inn af bekknum og Kentavious Caldwell-Pope bætti við 21 stigi þegar Detroit Pistons vann 102-101 útisigur á Toronto Raptors. Tobias Harris skoraði líka sigurkörfuna 13,2 sekúndum fyrir leikslok. Andre Drummond var með 10 stig og 18 fráköst fyrir Detroit en hjá Toronto skoraði DeMar DeRozan 26 stig og Jonas Valanciunas var með 17 stig og 9 fráköst. Þetta var tíunda tap Toronto-liðsins í síðustu fjórtán leikjum en eitt besta lið Austurdeildarinnar hefur gefið mikið eftir að undanförnu.Andrew Wiggins skoraði 27 stig þegar Minnesota Timberwolves vann öruggan 117-89 sigur á vængbrotnu liði Chicago Bulls. Karl-Anthony Towns bætti við 22 stigum fyrir Úlfanna og Ricky Rubio var með 17 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst. Doug McDermott skoraði 16 stig fyrir Chicago sem lék án þeirra Jimmy Butler, Dwyane Wade, Nikola Mirotic og Paul Zipser.DeMarcus Cousins átti stórleik þegar Sacramento Kings vann 105-99 sigur á New Orleans Pelicans og fangaði um leið sínum þriðja sigri í röð. Cousins var með 28 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. Darren Collison bætti við 20 stigum og 8 stoðsendingum fyrir Kings-liðið en hjá Pelíkönunum var Anthony Davis með 32 stig og 10 fráköst. New Orleans tapaði þarna í áttunda skiptið í síðustu tíu leikjum.Öll úrslit í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 105-99 Toronto Raptors - Detroit Pistons 101-102 Minnesota Timberwolves - Chicago Bulls 117-89 New York Knicks - San Antonio Spurs 94-90Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Sjá meira