Adele sópaði til sín verðlaununum en afþakkaði ein þeirra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 07:51 Adele var vafalítið stjarna gærkvöldsins. Söngkonan Adele kom, sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Hún vann til fimm verðlauna; besta lag og bestu smáskífu ársins fyrir lagið Hello og platan hennar 25 var valin besta poppplata ársins. Þá var Adele valin flytjandi ársins. Adele af þakkaði hins vegar verðlaun fyrir bestu plötu ársins og sagði Beyoncé eiga verðlaunin meira skilið, en Beyoncé gaf í fyrra út plötuna Lemonade sem vakti mikla athygli. „Beyoncé er listamaður lífs míns,” sagði Adele. Hátíðarhaldarar hafa verið sakaðir um að líta fram hjá svörtum tónlistarmönnum. Ákváðu því nokkrir listamenn að mæta ekki á hátíðina sökum þessa, en það eru meðal annars Frank Ocean og Kanye West. Ocean neitaði jafnframt að heimila að plata hans, Blonde, gæti unnið til verðlauna á hátíðinni. Tvö ár eru frá því að Kanye West rauk á sviðið á Grammy-hátíðinni og mótmælti eftir að Beyoncé beið lægri hlut fyrir Beck’s Morning Phase, en uppákomuna fyrir tveimur árum má sjá hér fyrir neðan. Plata Adele var hins vegar mest selda plata ársins og seldist mun betur en Lemonade, plata Beyoncé. Enn sem komið er, er ekki ljóst hvort Adele hafi hafnað eða muni hafna verðlaununum formlega. Það hefur aðeins gerst einu sinni í sögu hátíðarinnar en það var Sinead O’Connor árið 1990. Fleiri uppákomur voru á hátíðinni og lék tæknin suma grátt. Lady Gaga og þungarokkshljómsveitin Metallica tóku lagið Moth to the Flame saman, en sökum tæknierfiðleika þurftu Lady Gaga og söngvarinn James Hetfield að deila míkrafóni. Lady GaGa and Metallica Perform At The Grammys by videosuploaded+ Þá tók Adele lag til minningar um George Michael heitinn, en fipaðist á sviði og bað um að fá að byrja atriðið upp á nýtt. Söngkonan uppskar mikið lófaklapp í kjölfarið, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Fleiri listamenn en Adele unnu til verðlauna á hátíðinni. Má þar meðal annars nefna Beyoncé sem vann þrenn verðlaun og David Bowie sem vann til verðlauna í öllum þeim fimm flokku msem han nvar tilnefndur í. Adele Pays Tribute To George Michael At The... by videosuploaded Beyoncé vann til þriggja verðlauna á hátíðinni í gær.vísir/epa Grammy Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söngkonan Adele kom, sá og sigraði á Grammy verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt. Hún vann til fimm verðlauna; besta lag og bestu smáskífu ársins fyrir lagið Hello og platan hennar 25 var valin besta poppplata ársins. Þá var Adele valin flytjandi ársins. Adele af þakkaði hins vegar verðlaun fyrir bestu plötu ársins og sagði Beyoncé eiga verðlaunin meira skilið, en Beyoncé gaf í fyrra út plötuna Lemonade sem vakti mikla athygli. „Beyoncé er listamaður lífs míns,” sagði Adele. Hátíðarhaldarar hafa verið sakaðir um að líta fram hjá svörtum tónlistarmönnum. Ákváðu því nokkrir listamenn að mæta ekki á hátíðina sökum þessa, en það eru meðal annars Frank Ocean og Kanye West. Ocean neitaði jafnframt að heimila að plata hans, Blonde, gæti unnið til verðlauna á hátíðinni. Tvö ár eru frá því að Kanye West rauk á sviðið á Grammy-hátíðinni og mótmælti eftir að Beyoncé beið lægri hlut fyrir Beck’s Morning Phase, en uppákomuna fyrir tveimur árum má sjá hér fyrir neðan. Plata Adele var hins vegar mest selda plata ársins og seldist mun betur en Lemonade, plata Beyoncé. Enn sem komið er, er ekki ljóst hvort Adele hafi hafnað eða muni hafna verðlaununum formlega. Það hefur aðeins gerst einu sinni í sögu hátíðarinnar en það var Sinead O’Connor árið 1990. Fleiri uppákomur voru á hátíðinni og lék tæknin suma grátt. Lady Gaga og þungarokkshljómsveitin Metallica tóku lagið Moth to the Flame saman, en sökum tæknierfiðleika þurftu Lady Gaga og söngvarinn James Hetfield að deila míkrafóni. Lady GaGa and Metallica Perform At The Grammys by videosuploaded+ Þá tók Adele lag til minningar um George Michael heitinn, en fipaðist á sviði og bað um að fá að byrja atriðið upp á nýtt. Söngkonan uppskar mikið lófaklapp í kjölfarið, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Fleiri listamenn en Adele unnu til verðlauna á hátíðinni. Má þar meðal annars nefna Beyoncé sem vann þrenn verðlaun og David Bowie sem vann til verðlauna í öllum þeim fimm flokku msem han nvar tilnefndur í. Adele Pays Tribute To George Michael At The... by videosuploaded Beyoncé vann til þriggja verðlauna á hátíðinni í gær.vísir/epa
Grammy Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“