Sport

Fjórar efnilegar frjálsíþróttastelpur í Íslandsmetaham um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Samsett/FRÍ
Fjórar stórefnilegar frjálsíþróttastelpur settu allar Íslandsmet í sínum aldursflokki á Stórmóti ÍR í frjálsum íþróttum um helgina.

Það sem er líka athyglisvert er að þær koma úr fjórum mismundandi félögum og það er því greinilega verið að vinna flott starf á mörgum stöðum.

Erna Sóley Gunnarsdóttir út Aftureldingu bætti Íslandsmet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur með þriggja kílóa kúlunni í flokki 16-17 ára stúlkna. Erna Sóley kastaði 15,23 metra á Stórmóti ÍR en gamla metið var 15,06 metrar. Erna Sóley er gríðarlegt efni en hún keppir fyrir Aftureldingu og er þjálfuð af Pétri Guðmundssyni.

Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH setti aldursflokkamet í stangarstökki 15 ára stúlkna með því að fara yfir 3,30 metra á Stórmóti ÍR. Thelma Rós átti sjálf gamla metið (3,20 metrar) en með     Örnu Ýr Jónsdóttur. Arna Ýr er kannski þekktari fyrir það var vera kjörin Ungfrú Ísland árið 2015.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR setti aldursflokkamet hjá 17 til 22 ára þegar hún kom í mark á 24,28 sekúndum í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR. Guðbjörg Jóna bætti met Silju Úlfarsdóttur (24,32 sekúndur) í 20 til 22 ára flokki sem var orðið 14 ára gamalt.

Guðbjörg Jóna átti sjálf metin í 16 til 17 ára flokki og 18 til 19 ára flokki. Ekki slæmt að bæta þrjú aldursflokkamet í sama hlaupi hjá þessari stórefnilegu fimmtán ára stelpu.

Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti aldursflokkamet í 60 metra grindahlaupi 15 ára stúlkna þegar hún hljóp á 9,05 sekúndum. Birna bætti met Blikans Irmu Gunnarsdóttur sem var búin að eiga það í fjögur ár.

Hér fyrir neðan má sjá efni um afrek stelpnanna af fésbókarsíðu Frjálsíþróttasambands Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×