120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til Osló Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 11:31 Margir bíða eflaust spenntir eftir því að H&M opni á Íslandi. vísir/getty Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði. Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði.
Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58
H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29