Segja tilraunaskot nýrrar eldflaugar hafa heppnast vel Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 12:09 Frá eldflaugaskotinu í gær. Vísir/AFP Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Stjórnvöld Norður-Kóreu segja tilraunaskot nýrrar tegundar eldflauga hafa heppnast vel um helgina. Þeir segjast hafa náð miklum árangri í tilraunum sínum, sem brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin, Suður-Kórea og Japan hafa kallað eftir fundir hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta er fyrsta tilraunaskot Norður-Kóreu síðan Donald Trump varð forseti Bandaríkjanna, en hann hefur sagst ætla að taka harðari afstöðu gagnvart Norður-Kóreu en forveri sinn. Undanfarin ár hafa Norður-Kóreumenn unnið hörðum höndum að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og eldflaugum sem geta borið slík vopn. Yfirvöld í Japan segja mögulegt að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og kalla eftir því að Kína taki „uppbyggilega“ stöðu gagnvart nágrönnum sínum í suðri. Kína er helsta bandalagsríki Norður-Kóreu en vopnaáætlun ríkisins hefur rekið fleyg á milli ríkjanna. Þá hafna Kínverjar öllum ásökunum um að þeir gætu verið að gera meira til að draga úr eða koma í vegn fyrir vopnaáætlunina. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði í dag að rótin að aðgerðum Norður-Kóreu væri stirt samband ríkisins við Bandaríkin og Suður-Kóreu. Þá sagði hann Kínverja hafa stutt við aðgerðir gegn Norður-Kóreu og að þeir séu sífellt að reyna að miðla til friðar á Kóreuskaganum.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa Kínverjar áhyggjur af því að Bandaríkin og Suður-Kórea muni flýta byggingu háþróaðs eldflaugavarnakerfis í Suður-Kóreu, sem ætlað verður að koma í veg fyrir eldflaugaárásir úr norðri. Með kerfinu væri mögulegt að fylgjast með hernaðaraðgerðum Kína og umsvifum.Ný eldflaugKCNA, opinber fréttaveita Norður-Kóreu, segir hina nýju eldflaug brenna eldsneyti í föstu formi, sem veldur því að hún getur flogið lengra og hægt er að skjóta henni á loft með minni fyrirvara en eldflaugum sem notast við hefðbundið eldsneyti í fljótandi formi. Þá er hún sögð geta borið kjarnorkuvopn. Eldflaugin sem skotið var á loft á laugardaginn hefur fengið heitið Pukguksong-2. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ólíklegt að Norður-Kórea geti komið kjarnorkuvopnum fyrir í eldflaugum. Yfirvöld í Pyongyang hafa haldið því fram að þeir hafi þróað svokölluð „re-entry“ kjarnorkuvopn, sem skotið er á braut um jörðu og koma aftur til jarðarinnar til að lenda á skotmörkum sínum. Við slíkar kringumstæður þurfa kjarnorkuvopn að þola gífurlegan hita og hristing og jafnframt hitta skotmark sitt. Áðurnefndir sérfræðingar segja þó að þrátt fyrir að mjög ólíklegt sé að Norður-Kóreu hafi tekist það, sé trúanlegt að þeir hafi burði til þess að þróa slík vopn í framtíðinni. Í síðasta mánuði sagði Kim Jong-un að her sinn væri langt kominn í því að þróa eldflaug sem gæti borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna.
Donald Trump Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira