Jókerinn í NBA er ekkert grín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 07:45 Nikola Jokic. Vísir/Getty Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira