Afsögn Flynn ekki endirinn á vandræðunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2017 18:30 Michael Flynn. Vísir/AFP Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017 Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi öryggisráðgjafi Donald Trump, vissi að hann þurfti að segja af sér eftir að í ljós kom að hann hafði afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Demókratar kalla eftir ítarlegri rannsókn á tengslum hans við yfirvöld í Rússlandi. Flynn er sagður hafa rætt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Rússlandi, áður en Trump tók við embætti.Flynn þvertók í fyrstu fyrir að þeir hefðu rætt um þvinganirnar, en þeir ræddu nokkrum sinnum saman í síma í desember. Seinna sagði Flynn að hann gæti ekki verið viss. Slíkt samtal hefði brotið gegn lögum um að almennir borgarar megi ekki taka beinan þátt í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna mun hafa bent starfsmönnum Hvíta hússins á ósamræmi á milli frásagna embættismanna af símtölunum og þess sem leyniþjónustur vissu, þar sem minnst eitt símtalið var hlerað. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það reglulega gert varðandi símtöl við erlenda erindreka sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla úti bað Donald Trump Flynn um að segja af sér. Kellyanne Conway, einn æðsti ráðgjafi Trump, segir að Flynn hafi áttað sig á því að hann hafi orðið of umdeildur. Í gær sagði hún þó að Trump bæri fullt traust til Flynn. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, segir að Trump hafi vitað af ósamræminu í sögu Flynn frá því í síðasta mánuði. Háttsettir meðlimir Repúblikanaflokksins segja ákvörðun Trump að biðja Flynn um að segja af sér hafa verið rétta.Rússneskir þingmenn koma Flynn til varnar Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur ekki viljað tjá sig um málið og segir það innanríkismál Bandaríkjanna. Það komi Rússum ekki við. Rússneskir þingmenn hafa hins vegar komið Flynn til varnar. Samkvæmt BBC segir einn þeirra að Flynn hafi verið neyddur til að segja af sér. Ekki vegna mistaka sinna heldur vegna árásargjarnar áætlunar og að Trump verði næsta skotmarkið. Formaður utanríkismálanefndar Rússlands sagði að uppsögn Flynn lýsti ekki einungis ofsóknaræði, heldur einhverju sem væri enn verra. Hann sagði að annað hvort hefði Trump ekki „öðlast nægjanlegt sjálfstæði“ eða hann hefði verið þvingaður út í horn. Annar möguleiki væri að ríkisstjórn Trump væri full af Rússahöturum. Sean Spicer, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti nú fyrir skömmu að Trump hefði beðið Flynn um að segja af sér."@POTUS was very concerned that General Flynn had misled @VP and others." - @PressSec says President Trump asked Flynn to resign pic.twitter.com/Qt91EWrmBw— Fox News (@FoxNews) February 14, 2017
Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira