Trump ítrekar að að „rangt“ fólk fái ekki að koma til Bandaríkjanna Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump forseta Bandaríkjanna sagði af sér í gærkvöldi, eftir að hafa logið til um samtal við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í samtalinu ræddi hann meðal annars um að slaka á refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi. Ólíklegt er að málið sé þar með úr sögunni og miklar líkur á að Bandaríkjaþing muni rannsaka hegðun þjóðaröryggisráðgjafans frekar. Það gengur mikið á innan ríkisstjórnar Donald Trump á fyrstu vikum hans í embætti. Þjóðarleiðtogar streyma á hans fund en í gær kom Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í heimsókn til forsetans og í dag mætti Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels til Washington til að eiga fund með forsetanum á morgun. Það var eftir því tekið við komu Trudeau í Hvíta húsið í gær að hann lét Trump ekki komast upp með að toga til sín hönd hans þegar þeir heilsuðust, eins og Trump er tampt að gera. Trudeau greip þéttingsfast í með vinstri hönd í öxl forsetans og hélt fast á móti þegar þeir tókust í hendur. En áður en Tump var kosinn lét Trudeau ýmislegt flakka um hann og hugmyndir hans um að reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Á sameiginlegum fundi með fréttamönnum ítrekaði Trum stefnu sína varðandi landamæri Bandaríkjanna. „Á heimavígstöðvunum verðum við að setja upp landamæri. Við verðum að hleypa fólki sem elskar landið okkar inn og ég vil gera það. Við viljum hafa stórar, fallegar, opnar dyr og við viljum að fólk komi til landsins okkar, en við megum ekki hleypa röngu fólki inn og ég mun ekki leyfa að það gerist á meðan þessi stjórn situr við völd,“ sagði Trump. Justin Trudeau lýsti andstöðu sinni við hugmyndir Trumps um vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á meðan á kosningabaráttunni um forsetaembættið stóð, en klæddi gagnrýni sína mildari klæðum á fréttamannafundinum með forsetanum. „Stundum hefur okkur greint á í viðhorfum okkar og það hefur alltaf átt sér stað af festu og virðingu. Það síðasta sem Kanadamenn ætlast til er að ég komi og lesi yfir öðrum þjóðum um hvernig þær kjósa að stjórna. Hlutverk mitt og ábyrgð er að halda áfram að stjórna á þann hátt sem endurspeglar viðhorf Kanadamanna og vera jákvætt fordæmi í heiminum,“ sagði Trudeau. En Trump á ekki bara í vandræðum með nágranna sína. Michael Flynn þjóðaröryggisráðgjafi forsetans neyddist til að segja af sér í gærkvöldi vegna símtals sem hann átti við sendiherra Rússlands í Washington áður en Trump tók við embætti. Í fyrstu þrætti Flynn fyrir símtalið og gaf síðan varaforsetanum rangar upplýsingar um efni símtalsins. En stórblöðin vestra birtu upplýsingar sem sanna að hann ræddi um að slaka á refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem Obama stjórnin setti eftir að upp komst um afskipti Rússa af kosningabaráttu Tump og Hillary Clinton. Í dag skipaði Trump svo Keith Kellogg fyrrverandi hershöfðingja til bráðabirgða í stöðu þjóðaröryggisráðgjafa.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent