Lífið

Skipulagning Eurovision-keppninnar í uppnámi eftir uppsagnir

atli ísleifsson skrifar
Úkraína bar sigur úr býtum í Eurovision-keppninni í fyrra þegar söngkonan Jamala flutti lagið 1944.
Úkraína bar sigur úr býtum í Eurovision-keppninni í fyrra þegar söngkonan Jamala flutti lagið 1944. Vísir/AFP
Skipulagning Eurovision-keppninnar sem fram fer í Úkraínu í maí, gengur erfiðlega, en 21 í hópi háttsettustu skipuleggjenda keppninnar hefur sagt upp störfum.

Starfsmennirnir segja í sameiginlegri yfirlýsingu að þeir hafi misst heimildir sínar til að taka ákvarðanir varðandi framkvæmd keppninnar eftir að nýr yfirmaður var skipaður í desember.

EBU, samtök evrópskra útvarps- og sjónvarpsstöðva, segja að úkraínska ríkissjónvarpið verði að fylgja settri tímaáætlun, þrátt fyrir uppsagnir starfsmannanna. Fullyrt er að keppnin muni fara fram í höfuðborginni Kíev, dagana 9., 11. og 13. maí.

BBC segir frá því að í hópi þeirra sem sögðu upp eru tveir aðalframleiðendur keppninnar.

Úkraína bar sigur úr býtum í Eurovision-keppninni í fyrra þegar söngkonan Jamala flutti lagið 1944.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×