Dansað til minningar um Birnu Brjánsdóttur 16. febrúar 2017 19:00 Margeir hélt líka uppi stuðinu á Milljarður rís í fyrra. Mynd/ Hörður Ásbjörnsson Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta eru sláandi tölur, “ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem sér um tónlistina á stærsta viðburðinum hér á landi, í Silfurbergi í Hörpu. Að hans sögn er Milljarður rís stórkostlegur viðburður þar sem magnað andrúmsloft myndast. Viðburðurinn verður haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem einnig fer fram í Hörpu um helgina. Á sama tíma fara fara fram minni dansviðburðir um land allt, þar á meðal í Hofi á Akureyri og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Um 2.000 manns mættu í Hörpu og dönsuðu saman gegn kynbundnu ofbeldi í fyrra. Færri komust að en vildu svo einhverjir dönsuðu frammi á gangi. „Það er ekki hægt annað en að sogast inn í þessa stemming og sleppa fram af sér beislinu, “ segir hann. Dj Margeir segir að ástæðan fyrir því að minnast eigi Birnu Brjánsdóttur sérstaklega sé að þema UN Women í ár sé öryggi í borgum, hvort sem það er á Íslandi, Indlandi eða í Brasilíu. „Tónlistarþemað í ár er 90’s tónlist,“ segir Margeir. Hann og Svala Björgvins munu snúa aftur undir merkjum hljómsveitarinnar Scope og flytja eitt vinsælasta lag ársins 1994, Was That All It Was. Lagið hefur ekki verið flutt í yfir tuttugu ár og verður ekki flutt aftur, þetta er því einstakt tækifæri. „Þar að auki eru alltaf leyniatriði hvert ár og ég get lofað því að í ár verður það algjör gleðibomba, “ bætir Margeir við að lokum. Sónar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Dansviðburðurinn Miljarður rís verður haldinn um land allt í fimmta sinn í hádeginu á morgun, föstudag. Dansað verður til minningar um Birnu Brjánsdóttur í Hörpu. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki í lagi að ein af hverjum þrem konum verði fyrir ofbeldi og ein af hverjum fimm konum verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta eru sláandi tölur, “ segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem sér um tónlistina á stærsta viðburðinum hér á landi, í Silfurbergi í Hörpu. Að hans sögn er Milljarður rís stórkostlegur viðburður þar sem magnað andrúmsloft myndast. Viðburðurinn verður haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem einnig fer fram í Hörpu um helgina. Á sama tíma fara fara fram minni dansviðburðir um land allt, þar á meðal í Hofi á Akureyri og í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Um 2.000 manns mættu í Hörpu og dönsuðu saman gegn kynbundnu ofbeldi í fyrra. Færri komust að en vildu svo einhverjir dönsuðu frammi á gangi. „Það er ekki hægt annað en að sogast inn í þessa stemming og sleppa fram af sér beislinu, “ segir hann. Dj Margeir segir að ástæðan fyrir því að minnast eigi Birnu Brjánsdóttur sérstaklega sé að þema UN Women í ár sé öryggi í borgum, hvort sem það er á Íslandi, Indlandi eða í Brasilíu. „Tónlistarþemað í ár er 90’s tónlist,“ segir Margeir. Hann og Svala Björgvins munu snúa aftur undir merkjum hljómsveitarinnar Scope og flytja eitt vinsælasta lag ársins 1994, Was That All It Was. Lagið hefur ekki verið flutt í yfir tuttugu ár og verður ekki flutt aftur, þetta er því einstakt tækifæri. „Þar að auki eru alltaf leyniatriði hvert ár og ég get lofað því að í ár verður það algjör gleðibomba, “ bætir Margeir við að lokum.
Sónar Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira