Skiptar skoðanir á "listaverkum“ ferðamanna við Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2017 11:27 "Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll Svavarsson. Birt með leyfi HitIceland.com Nokkur hundruð vörður úr steinvölum og smásteinum hafa verið reistar á hafnarsvæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Þær hafa raunar sprottið upp eins og gorkúlur undanfarna daga að sögn Einars Páls Svavarssonar viðmótshönnuðar sem á þar leið hjá daglega. „Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll sem birti mynd í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar spretta reglulega upp áhugaverðar umræður um hluti sem viðkoma ferðamennsku á Íslandi og eru vörðurnar engin undantekning. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum.Sjálfbær ferðamennskaEinar Páll lýsir því þannig að undanfarna daga hafi stundum verið nokkuð fjölmennir hópar, hver að setja upp sína vörðu. Á meðan smellir vinur af mynd. Að vissu leyti sé þetta svipað og flugvélin á Sólheimasandi sem orðin er að vinsælum viðkomustað ferðamanna án þess að saga vélarinnar sé á nokkurn hátt sérstök. Í raun megi kalla þetta sjálfbæra ferðamennsku því ferðamenn skapa sjálfir aðdráttaraflið. Jafnvel taki ferðamenn mynd af öðrum ferðamönnum að taka sjálfu við vörðu. „Þetta er dæmi þar sem ferðamaðurinn gerir allt. Kemur sér sjálfur til landsins, býr til stað til að skoða og kemur sér á staðinn. Jafnvel þannig að bílaleigubíllinn hangi á bílastæði sem tikkar á kreditkortinu hans sem endanlega skilar sér sem erlendur gjadeyrir í Seðlabankann hinum megin við götuna,“ segir Einar Páll í færslu sinni.Örvörður nálægt Þingvöllum komust í fréttirnar árið 2015 en þeim var ekið í burtu eftir hávær mótmæli leiðsögumanna. Skiptar skoðanir voru á því.vísir/vilhelmEr þetta fyrir einhverjum? Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir segir að skáldin séu víða en skáldskapurinn misjafn. Sumt sé af sama toga og ljótt veggjakrot. „Hver er til í gönguferð eitt kvöldið og ýta þessu um koll?“ spyr Harpa. Sumir taka undir með Hörpu en aðrir sjá fegurð í vörðunum. „Er þetta fyrir einhverjum?“ spyr ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson. Sjá einnig: Örvörður við Þingvelli fjarlægðarEinar Páll bendir á að líklega þurfi ekki annað en vænan austanstorm til að sópa veikbyggðu vörðunum niður og hreinsa svæðið. Hann tekur hins vegar undir að þótt vörðurnar í fjörunni séu líkast til meinlausar gildi annað um vörður á hálendinu til dæmis sem skilja eftir sig sár í jarðvegi og séu í raun lýti í fallegri íslenskri náttúru. Nefnir hann Syðri-Fjallabak sem dæmi í því samhengi.Göngubrú nokkur í París er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru.Vísir/AFPÞarf að fella „vörturnar“ sem fyrst Börkur Hrólfsson leiðsögumaður varar við vörðunum þótt þær líti sakleysislega út. „En þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins. Það þekkja allir, sem hafa farið um ferðamannaslóðir, að víða eru komnir hálfgerðir frumskógar af þessum túristavörðum. Jafnvel eru svöðusár í landinu, þar sem grjót hefur verið rifið upp til að byggja þessi ósköp. Þörf ferðafólks til að merkja sér staði, líkt og hundar, sem míga utaní hvað sem er, er ótrúleg,“ segir Börkur. „Sumir nota málningu, líkt og fæðingarhálvitinn hann Þór S., sem málaði vegginn í Grjótagjá. Og það fyrirfinnst varla það eyðibýli eða afskekkt hlaða, sem er ekki búið að „tagga“. Gallinn við þetta er, að ef þetta er látið óátalið, heldur fólk, að þetta sé bara allt í lagi, og tekur upp sömu siði.“ Það liggi í augum uppi að fella þurfi „túristavörður“ eins fljótt og hægt er til að ósiðurinn breiðist ekki út. Undir þetta tekur ljósmyndarinn Árni Tryggvason og bendir á vörður, sem hann kallar ferðamannavörtur, sem blasi við ferðamönnum sem aka út úr Reykjanesbæ á leið sinni til höfuðborgarinnar.Frá fjörunni við Hörpu fyrr í vikunni.Vísir/GVALásar á brúm skapað vandamál Fjölmargir benda á listaverk úr litlum steinum í fjörunni í borg séu einfaldlega allt annars eðlis en í náttúrunni. Verið sé að gera úlfalda úr mýflu. Vörðurnar ættu að fá að vera í friði. Vísa þá aðrir á þau vandræði sem lásar á brúm hafa skapað til dæmis í Frakklandi. Þar eru dæmi þess að járnhandrið hafi hrunið undan þunga lása sem ástfangin pör sem ferðast til Parísar hafa hengt á göngubrú í borg ástarinnar. Ljóst er að sitt sýnist hverjum en hægt er að segja skoðun sína á málinu í könnuninni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Nokkur hundruð vörður úr steinvölum og smásteinum hafa verið reistar á hafnarsvæðinu við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur. Þær hafa raunar sprottið upp eins og gorkúlur undanfarna daga að sögn Einars Páls Svavarssonar viðmótshönnuðar sem á þar leið hjá daglega. „Ég labba þarna á hverjum degi. Það gæti hafa verið skólahópur sem byrjaði á þessu fyrir nokkrum dögum og á þremur dögum er þetta orðið svona,“ segir Einar Páll sem birti mynd í Baklandi Ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar spretta reglulega upp áhugaverðar umræður um hluti sem viðkoma ferðamennsku á Íslandi og eru vörðurnar engin undantekning. Óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum.Sjálfbær ferðamennskaEinar Páll lýsir því þannig að undanfarna daga hafi stundum verið nokkuð fjölmennir hópar, hver að setja upp sína vörðu. Á meðan smellir vinur af mynd. Að vissu leyti sé þetta svipað og flugvélin á Sólheimasandi sem orðin er að vinsælum viðkomustað ferðamanna án þess að saga vélarinnar sé á nokkurn hátt sérstök. Í raun megi kalla þetta sjálfbæra ferðamennsku því ferðamenn skapa sjálfir aðdráttaraflið. Jafnvel taki ferðamenn mynd af öðrum ferðamönnum að taka sjálfu við vörðu. „Þetta er dæmi þar sem ferðamaðurinn gerir allt. Kemur sér sjálfur til landsins, býr til stað til að skoða og kemur sér á staðinn. Jafnvel þannig að bílaleigubíllinn hangi á bílastæði sem tikkar á kreditkortinu hans sem endanlega skilar sér sem erlendur gjadeyrir í Seðlabankann hinum megin við götuna,“ segir Einar Páll í færslu sinni.Örvörður nálægt Þingvöllum komust í fréttirnar árið 2015 en þeim var ekið í burtu eftir hávær mótmæli leiðsögumanna. Skiptar skoðanir voru á því.vísir/vilhelmEr þetta fyrir einhverjum? Leiðsögumaðurinn Harpa Björnsdóttir segir að skáldin séu víða en skáldskapurinn misjafn. Sumt sé af sama toga og ljótt veggjakrot. „Hver er til í gönguferð eitt kvöldið og ýta þessu um koll?“ spyr Harpa. Sumir taka undir með Hörpu en aðrir sjá fegurð í vörðunum. „Er þetta fyrir einhverjum?“ spyr ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson. Sjá einnig: Örvörður við Þingvelli fjarlægðarEinar Páll bendir á að líklega þurfi ekki annað en vænan austanstorm til að sópa veikbyggðu vörðunum niður og hreinsa svæðið. Hann tekur hins vegar undir að þótt vörðurnar í fjörunni séu líkast til meinlausar gildi annað um vörður á hálendinu til dæmis sem skilja eftir sig sár í jarðvegi og séu í raun lýti í fallegri íslenskri náttúru. Nefnir hann Syðri-Fjallabak sem dæmi í því samhengi.Göngubrú nokkur í París er vinsæl meðal elskenda sem vilja innsigla ást sína hvort á öðru.Vísir/AFPÞarf að fella „vörturnar“ sem fyrst Börkur Hrólfsson leiðsögumaður varar við vörðunum þótt þær líti sakleysislega út. „En þetta er algerlega óþolandi, og verulega hættulegt náttúru og ímynd landsins. Það þekkja allir, sem hafa farið um ferðamannaslóðir, að víða eru komnir hálfgerðir frumskógar af þessum túristavörðum. Jafnvel eru svöðusár í landinu, þar sem grjót hefur verið rifið upp til að byggja þessi ósköp. Þörf ferðafólks til að merkja sér staði, líkt og hundar, sem míga utaní hvað sem er, er ótrúleg,“ segir Börkur. „Sumir nota málningu, líkt og fæðingarhálvitinn hann Þór S., sem málaði vegginn í Grjótagjá. Og það fyrirfinnst varla það eyðibýli eða afskekkt hlaða, sem er ekki búið að „tagga“. Gallinn við þetta er, að ef þetta er látið óátalið, heldur fólk, að þetta sé bara allt í lagi, og tekur upp sömu siði.“ Það liggi í augum uppi að fella þurfi „túristavörður“ eins fljótt og hægt er til að ósiðurinn breiðist ekki út. Undir þetta tekur ljósmyndarinn Árni Tryggvason og bendir á vörður, sem hann kallar ferðamannavörtur, sem blasi við ferðamönnum sem aka út úr Reykjanesbæ á leið sinni til höfuðborgarinnar.Frá fjörunni við Hörpu fyrr í vikunni.Vísir/GVALásar á brúm skapað vandamál Fjölmargir benda á listaverk úr litlum steinum í fjörunni í borg séu einfaldlega allt annars eðlis en í náttúrunni. Verið sé að gera úlfalda úr mýflu. Vörðurnar ættu að fá að vera í friði. Vísa þá aðrir á þau vandræði sem lásar á brúm hafa skapað til dæmis í Frakklandi. Þar eru dæmi þess að járnhandrið hafi hrunið undan þunga lása sem ástfangin pör sem ferðast til Parísar hafa hengt á göngubrú í borg ástarinnar. Ljóst er að sitt sýnist hverjum en hægt er að segja skoðun sína á málinu í könnuninni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00 Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Um tuttugu tonnum af grjóti var ekið burt af landi Heiðarbæjar ofan við Þingvallavatn á fimmtudag. Vegfarendur höfðu hlaðið þar litlar vörður í stórum stíl. 18. júlí 2015 07:00
Segir vörður skemma náttúru og stemningu „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður,“ segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. 13. júlí 2012 08:30