Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 07:00 Varða sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum 14. júní 2013 er ekki lengur á svæðinu. Henni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. vísir/vilhelm „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira