Aðalkeppni kvenna í svigi á HM í alpagreinum fór fram í dag og var Freydís Halla Einarsdóttir meðal þátttakenda.
Freydís Halla hóf leik númer 58 í röðinni en tókst því miður ekki að ljúka fyrri ferðinni.
Fljótlega eftir að Freydís komst í brattasta kafla brautarinnar krækti hún eitt hlið og var því úr leik.
Þrátt fyrir vonbrigðin í dag getur Freydís Halla vel við unað. Í undankeppni í stórsviginu náði hún að bæta heimslistastöðu sína og í aðalkeppninni náði hún sínum besta árangri á HM.
Öllum keppnum hjá konum er því lokið en einungis er svig karla eftir á morgun. Þar verður Sturla Snær Snorrason á meðal þátttakenda.
Freydís Halla náði ekki að klára fyrri ferðina í sviginu

Tengdar fréttir

Freydís Halla komst áfram í stórsviginu á HM
Freydís Halla Einarsdóttir komst áfram úr undankeppni stórsvigs kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í St. Moritz í Sviss.

Sturla Snær komst áfram í aðalkeppnina
Sturla Snær Snorrason endaði í 12. sæti í undankeppni karla í svigi á HM í alpagreinum í dag. Sturla er þar með kominn í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.

Freydís Halla hafnaði í 47. sæti | Worley vann gull
Keppti í stórsvigi á HM í alpagreinum í morgun.