Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2017 08:45 Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Á fjöldafundi sínum í gær vísaði Bandaríkjaforsetinn Donald Trump til árásar í Svíþjóð sem aldrei átti sér stað. Í ræðunni, sem hann hélt frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Melbourne í Flórída, drap forsetinn á þeim tengslum sem hann taldi vera á milli komu flóttamanna og aukinnar hættu á hryðjuverkum. „Sjáið bara hvað er að gerast í Þýskalandi. Sjáið hvað gerðist í gærkvöldi í Svíþjóð. Hver hefði trúað þessu? Svíar tóku inn mikinn fjölda, þeir eru nú að glíma við vanda sem enginn gat ímyndað sér. Þið sjáið hvað er að gerast um allan heim,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump kominn aftur í kosningabaráttuTrump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Málið er hins vegar að engar fregnir hafa borist af árásum í Svíþjóð á föstudagskvöld. Talið er að ummæli Trumps megi rekja til sjónvarpsþáttar sem sýndur var á Fox News á föstudaginn þar sem rætt var við sjónvarpsmanninn Ami Horowitz. Í viðtalinu voru sýnd brot úr heimildarmynd hans sem fjallar um meinta fylgni milli komu flóttamanna til Svíþjóðar og hærri glæpatíðni. Glæpatíðni í Svíþjóð hefur hins vegar verið nokkuð stöðug síðastliðinn áratug ef marka má tölur sænska dómsmálaráðuneytisins frá árinu 2016. Netverjar, ekki síst Svíar, höfðu mjög gaman af þessum ruglingi Trump og gerðu óspart gys að hinni meintu árás. Hér að neðan má sjá framlög nokkurra brandarakalla- og kvenna. Þetta er í þriðja sinn sem forsetinn eða aðrir starfsmenn Hvíta hússins skálda hryðjuverkaárásir. Áður hefur Kellyanne Conway vísað til árásar í Bowling Green sem aldrei átti sér stað og Sean Spicer talaði ítarlega um hryðjuverkaárás í Atlanta sem enginn þekkir til á fundi sínum með blaðamönnum.Trump reveals his source for the horrifying news of an attack on Sweden pic.twitter.com/4MxG8kvHc5— Andrew (@crawlinginblack) February 19, 2017 Air Force saves the day! #LastNightInSweden pic.twitter.com/KwhRfUVTe3— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 Terrifying #LastNightInSweden #TrumpRally pic.twitter.com/clQvONdZYV— Nancy Roberts (@leapingotter) February 19, 2017 Here now with what may be video of the incident #LastNightInSweden pic.twitter.com/i2cHJnPtiS— Malbona Vulpo (@threetails) February 19, 2017 This must be what he was referring to #IncidentInSweden https://t.co/kcrWLte2jx— Leigh Caldwell (@leighblue) February 19, 2017 #lastnightinSweden Trump was right! The Swedish Chef went on a rampage! pic.twitter.com/CDlYWCBiEs— Buddy Stone (@buddystone) February 19, 2017 American tourists asked for directions to the Matterhorn. #LastNightInSweden— oôD oãoJ (@DaneJoey) February 19, 2017 #lastnightinsweden Tweets
Donald Trump Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira