NBA-tölfræðin þar sem sá minnsti er sá stærsti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 23:30 Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli með liði Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur og þá sérstaklega vegna frammistöðu sinnar í fjórða leikhluta þar sem hann er að gera það sem engum öðrum hefur tekist undanfarin tuttugu ár. Isaiah Thomas er bara 175 sentímetrar á hæð og er því með minnstu leikmönnum NBA-deildarinnar þar sem stærsti hluti leikmanna eru tveir metrar eða hærri. Isaiah Thomas nýtir sér sentímetraleysið og lágan þyngdarpunkt á snilldarhátt og það hraði hans og sprengikraftur hans kemur flestum leikmönnum í vandræði. Isaiah Thomas hefur skorað 29,4 stig að meðaltali í fyrstu 44 leikjum sínum á þessu tímabili sem er mun meira en í fyrra þegar hann skoraði 22,2 stig í leik. Þrátt fyrir að hækka sig um sjö stig í leik þá er hann einnig að gefa fleiri stoðsendingar eða 6,4 í leik á móti 6,2 í fyrra. Tölfræðin sem hefur þó vakið mesta athygli er stigaskor hans í fjórða leikhlutanum, leikhlutanum þar sem úrslitin vanalega ráðast. Isaiah Thomas hefur nefnilega skorað 10,3 stig að meðaltali í leik í lokaleikhlutanum og getur orðið fyrsti maðurinn á síðustu tuttugu árum sem nær að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas hefur fjórum sinnum skorað meira en 20 stig í fjórða leikhluta en enginn leikmaður hefur náð því oftar en einu sinni. Thomas hefur ennfremur níu sinnum skorað fimmtán stig eða meira í fjórða leikhluta. Isaiah Thomas er með hærri meðalskor í fjórða leikhluta en þegar Kobe Bryant og LeBron James voru upp á sitt besta. Kobe og LeBron voru þekktir fyrir að taka leikina yfir í lokin en þeir náðu þó aldrei að skora yfir tíu stig í leik í fjórða leikhluta. Reyndar eru tveir leikmenn á þessu tímabili meðal fjögurra efstu því Russell Westbrook er þar í 3. sætinu. Hér fyrir neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn hafa skorað flest stig að meðaltali í fjórða leikhluta á einu tímabili á undanförnum tuttugu árum.Flest stig að meðaltali á einu tímabili í fjórða leikhluta:(Undanfarin tuttugu ár) 1. Isaiah Thomas - 10,3 stig í leik (2016/17) 2. Kobe Bryant - 9,5 (2005/06) 3. Russell Westbrook - 9,4 (2016/17) 4. LeBron James - 9,1 20 Frammistaða Isaiah Thomas í janúar var líka söguleg því hann komst þar í hóp þeirra sem hafa skorað flest stig að meðaltali í leik í einum mánuði. Aðeins Paul Pierce (1 sinni) og Larry Bird (2 sinnum) hafa skorað fleiri stig að meðaltali í einum mánuði en það má sjá topplistann hér fyrir neðan.Isaiah Thomas averaged 32.9 PPG in January, the fourth-most in a month in @celtics history. pic.twitter.com/L8kDmXAXhS— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) January 31, 2017
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira