Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 09:00 Donald Trump og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira