„Líklegt“ að borgarar hafi dáið í árásinni í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Sérsveitarmennirnir voru flutti til Jemen með MV-22 Osprey flugvélum. Ein þeirra brotlenti og var sprengd á staðnum. Vísir/Getty Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54