26 sundlaugar á 28 dögum Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 3. febrúar 2017 10:15 Hinrik hugsaði út fyrir boxið og ákvað að stinga sér til sunds í öllum laugum frá póstnúmeri 101 og upp í 310. MYND/GVA Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi. Meistaramánuður Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Hinrik Wöhler planar að heimsækja 26 almenningssundlaugar áður en febrúar rennur sitt skeið á enda. Hann ætlar ekki aðeins að synda heldur njóta þess að vera laus við síma, tölvur og annað áreiti. „Vinnustaðurinn minn heldur meistaramánuðinn hátíðlegan og flestir vinnufélaganna ætla að breyta mataræðinu til hins betra eða hreyfa sig meira. Ég ákvað að hugsa aðeins út fyrir boxið og finna mér eitthvað annað að gera og þetta varð niðurstaðan. Á þessum árstíma er líka frekar lítið um afþreyingu þannig að mér datt í hug að fara í sund til að krydda upp á febrúarmánuð,“ segir Hinrik en hann vinnur hjá Íslandsbanka. Ætlunin er að heimsækja allar sundlaugar frá póstnúmeri 101 upp í 310. Þær eru tuttugu og átta talsins en sundlaugin í Garðabæ er lokuð vegna breytinga og sundlaugin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit er ekki opin yfir vetrartímann. „Þetta gerir því alls tuttugu og sex sundlaugar. Sextán þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu, sex á Reykjanesskaganum og fjórar í póstnúmeri 300 til 310. Það er spurning um að ég leiti til Spalar og ÍTR og fái styrk því að 26 sundferðir eru ekki ókeypis,“ segir Hinrik. Spurður hvort hann hafi nægan tíma fyrir allar þessar sundferðir segist hann vera barnlaus og mun öll hans orka og einbeiting fara í sundferðirnar. „Suma daga þarf ég sennilega að fara tvisvar svo ég nái þessu markmiði, eins og þegar ég fer í sundlaugarnar á Reykjanesskaga. Ég tek líklega Grindavík og Njarðvík sama daginn, enda er ekkert sem bannar það. Það þarf bara að hafa gott rakakrem við höndina og þá er þetta ekkert mál,“ segir Hinrik. Uppáhaldslaugarnar hans eru Varmárlaug í Mosfellsbæ, sem er hans heimabær, og Klébergslaug á Kjalarnesi. „Sú laug er óslípaður demantur sem leynir á sér,“ segir hann. Stefnan er ekki að synda langar vegalengdir heldur fyrst og fremst að njóta þess að sitja í heita pottinum og slappa af. „Ég ætla að hóa í félaga mína og fjölskylduna og fá með mér í laugina og rækta þannig vinaböndin. Í sundi er maður alveg frjáls. Það er enginn sem nær í mann og enginn sími eða tölva sem truflar svo það er vel hægt að vera í rólegheitum með vinum og vandamönnum að spjalla um líf og leik. Draumurinn er að fara í allar almenningssundlaugar landsins en ég þyrfti kannski að taka gott ár eða tvö í það verkefni,“ segir Hinrik en síðasta sundlaugarferðin í þessari lotu verður farin í Lágafellslaug þann 28. febrúar næstkomandi.
Meistaramánuður Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira