Einn nánasti ráðgjafi Trump kenndi flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 13:30 Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgafi Donald Trump. Vísir/EPA Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34
1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56