Einn nánasti ráðgjafi Trump kenndi flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 13:30 Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgafi Donald Trump. Vísir/EPA Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34
1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56