Skotsilfur Markaðarins: Konurnar að taka yfir og stjórnarbreytingar í vændum hjá Arion RITSTJÓRN MARKAÐARINS skrifar 3. febrúar 2017 14:00 Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Ásta Sigríður Fjeldsted hefði verið ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs en hún er önnur konan til að gegna því starfi í 100 ára sögu ráðsins. Ásta er einnig þriðja konan á suttum tíma sem tekur við starfi framkvæmdastjóra hjá hagsmunasamtökum í atvinnulífinu en skammt er síðan tilkynnt var um ráðningu Katrínar Júlíusdóttur hjá SFF og Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur hjá SFS. Þá hefur Helga Árnadóttir verið framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu frá 2013. Konur eru því núna í meirihluta þeirra sem stýra hagsmunasamtökum í Húsi atvinnlífsins.Enn fjölgar hjá Fossum Fossar Markaðir halda áfram að bæta við sig fólki en Óttar Helgason hóf þar nýlega störf í teymi erlendra markaða. Óttar kemur frá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans en þar áður var hann ráðgjafi fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, bæði á Íslandi og erlendis, og sjóðsstjóri lífeyrissjóða í eignastýringu Landsbankans 2005-2008. Mikill vöxtur hefur verið í starfsemi Fossa að undanförnu og hefur starfsmannafjöldinn tvö- faldast frá því að félagið var stofnað vorið 2015. Samtals starfa tólf manns í nýjum húsakynnum Fossa við Fríkirkjuveg og þá hefur félagið boðað opnun skrifstofu í London. John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og stjórnarmaður í Arion banka.Stokkað upp í stjórninni Fyrirséð er að stokkað verði upp í átta manna stjórn Arion banka á aðalfundi bankans 9. mars. Kaupþing heldur á 87% hlut í bankanum en stjórnendur þess eru sagðir vilja fá nýtt blóð inn í stjórn Arion í aðdraganda fyrirhugaðs útboðs sem til stendur að halda um miðjan apríl. Skammt er síðan Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi, kom nýr inn í stjórn bankans. Leit að fleiri nýjum stjórnarmönnum stendur yfir – óvíst er hversu margir þeir verða – og er þar horft til þess að fá inn einstaklinga með meiri reynslu af bankarekstri og eins af því að sitja í stjórnum skráðra fjármálafyrirtækja.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Ráðningar Skotsilfur Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira