Bandaríkjamenn beita Írana þvingunum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Stjórn Trumps beitir Írana viðskiptaþvingunum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ákvað í gær að beita Írana viðskiptaþvingunum vegna nýrra eldflaugatilrauna þeirra. Ákvörðunin beinist gegn þrettán einstaklingum og tólf fyrirtækjum sem annaðhvort eru írönsk eða tengjast írönskum stjórnvöldum. Verða eignir viðkomandi í Bandaríkjunum frystar og Bandaríkjamönnum verður meinað að stunda viðskipti við viðkomandi aðila. „Þessar aðgerðir endurspegla skuldbindingu Bandaríkjanna gagnvart því að framfylgja þvingunaraðgerðum gegn Írönum vegna eldflaugaverkefnis þeirra og tilrauna þeirra til þess að koma á óreiðu á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá er aðgerðin talin tengjast tilskipun Trumps um að meina ríkisborgurum sjö þjóða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum inngöngu í Bandaríkin. Eitt þeirra ríkja er Íran. Vegna tilskipunarinnar bönnuðu írönsk stjórnvöld bandarískum glímuköppum sem áttu að keppa á móti í höfuðborginni Teheran að koma til landsins. Sjálfur tjáði Trump sig um eldflaugatilraunir Írana á Twitter í gær. „Íranar leika sér að eldinum. Þeir átta sig ekki á því hversu linur Obama forseti var í þeirra garð. Það verð ég ekki,“ skrifaði Trump og vísaði þar til forvera síns í starfi. Írönsk stjórnvöld svara Trump hins vegar fullum hálsi. Ali-Akbar Velayati, utanríkismálaráðgjafi æðstaklerksins Khamenei, sagði að Bandaríkin myndu tapa þessari deilu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnalegur Bandaríkjamaður hótar Írönum,“ sagði hann í gær. Árið 2015 komust Íranar að samkomulagi við Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland, Kína, Þýskaland og Evrópusambandið um að hætta þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum yrði aflétt. Ráðamenn í Bandaríkjunum halda því fram að nýjar tilraunir brjóti á þessu samkomulagi. Því neita Íranar. Tilraunirnar eru sagðar liður í að styrkja varnir ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort tilraunirnar brjóti á samkomulaginu. Áður en tilkynnt var um nýjar þvinganir sagði utanríkisráðherra Írans, Mohammad Javad Zarif, að hótanir myndu ekki bíta á írönsk stjórnvöld. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57 Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Íranar staðfesta eldflaugaskot Segjast ekki hafa brotið gegn kjarnorkusamkomulaginu. 1. febrúar 2017 11:57
Senda Íran viðvörun vegna eldflaugatilrauna Bandarísk yfirvöld útiloka ekki að þau grípi til aðgerða til að bregðast við eldflaugatilraunum Írana. 2. febrúar 2017 22:04