Hefndarför Bradys lýkur í Houston Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 10:00 Tom Brady er af mörgum talinn besti leikstjórnandi sögunnar. Hann hefur unnið Super Bowl fjórum sinnum rétt eins og Joe Montana og Terry Bradshaw. Með sigri á morgun verður hann sá sigursælasti frá upphafi. Vísir/Getty Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er. NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira
Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er.
NFL Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ Sjá meira