NBA: Engin þrenna en nóg af hetjudáðum hjá Westbrook | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 08:30 Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Russell Westbrook fór á kostum á lokakaflanum þegar Oklahoma City Thunder landaði sigri í spennuleik á móti Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann sinn sjöunda leik í röð og áhorfendur í Boston Garden fengu smá eftirrétt í lokin þegar Paul Pierce kvaddi Boston með þristi á síðustu sekúndunum. Þetta var rólegt kvöld í NBA-deildinni enda menn í deildinni ekki að fara í samkeppni við ameríska fótboltann á Super Bowl kvöldi. Það voru engu að síður þrír áhugaverðir leikir í NBA.Russell Westbrook skoraði 19 af 42 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 105-99 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í áttunda sinn sem kappinn skorar 40 stig í leik á tímabilinu en hann var langt frá þrennunni með „bara“ fjögur fráköst og átta stoðsendingar. Victor Oladipo tók eflaust mikið af fráköstunum hans en skotbakvörðurinn endaði með 24 stig og 13 fráköst. Andre Roberson var með 14 stig og 11 fráköst og Steven Adams tók 13 fráköst og skoraði 7 stig. Þrír hjá OKC með 11 fráköst eða fleiri og því ekki mikið af fráköstum eftir fyrir Russell Westbrook. Damian Lillard skoraði 29 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 19 stig. Portland-liðið var sex stigum yfir í hálfleik, 52-46, en Oklahoma City snéri leiknum við í þriðja leikhluta og vann svo lokaleikhlutann 34-26. Russell Westbrook náði ekki þrennunni en það gerði aftur á móti Kyle Lowry í 103-95 sigri Toronto Raptors á Brooklyn Nets. Lowry var með 15 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar þrátt fyrir að glíma bæði við veikindi og meiðsli. Toronto-liðið var búið að tapa tveimur leikjum í röð og átta af síðustu tíu og sigurinn því lífsnauðsynlegur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni austan megin.Isaiah Thomas skoraði 28 stig í sjöunda sigri Boston Celtics í röð en liðið vann þá 107-102 sigur á Los Angeles Clippers. Al Horford var með 13 stig og 15 fráköst og þeir Amir Johnson, Marcus Smart og Kelly Olynyk skoruðu líka allir 13 stig fyrir Boston. Blake Griffin og Jamal Crawford voru báðir með 23 stig hjá Clippers. Paul Pierce, fyrrum hetjuleikmaður Boston og núverandi aukaleikari hjá Los Angeles Clippers, fékk heiðursskiptingu inná völlinn í lokin og setti þá niður þrist. Þetta var síðasti leikur hans í Boston Garden en hann mun leggja skóna á hilluna í vor. Áhorfendur í Boston Garden kölluðu eftir Pierce og Doc Rivers, fyrrum þjálfari Boston og núverandi þjálfari Los Angeles Clippers, lét loksins undan 19 sekúndum fyrir leikslok. Pierce fékk ekki margar sekúndur en fékk opið þriggja stiga skot sem hann setti niður við mikinn fögnuð stuðningsmanna Boston Celtics þó að hann væri að skora á móti þeirra liði.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-99 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 107-102 Brooklyn Nets - Toronto Raptors 95-103
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira